Skáldað í tré í Ráðhúsinu

Félag Trérennismiða stendur nú fyrir sýningu í Ráðhúsinu undir yfirskriftinni „Skáldað í tré.“  24 félagsmenn sýna þar 80 rennd trélistaverk.

Sumir eru að sýna fyrsta sinn en aðrir hafa verið með frá stofnun félagsins árið 1994.
Þetta er í fimmta sinn sem Félag trérennismiða á Íslandi „Skáldar í tré“ í Ráðhúsinu og sjöunda sýning félagsins undir þeim merkjum samkvæmt heimasíðu Félags trérennismiða.

„Þetta er ein glæsilegasta sýning sem haldin hefur verið frá því að félagið byrjaði. Þetta er félag áhugamanna sem inniheldur, járnsmiði, trésmiði, augnlækna og hvaðeina. Allir hafa aðgang að því,“ segir Sigurður Már Helgason Trérennismiður.

Hann segir að rúmir 250 manns séu í félaginu og komi þeir hvaðanæva af landinu. Sýningin stendur til 2. desember.

Á sýningunni má sjá fallega muni.
Á sýningunni má sjá fallega muni.
Listamaðurinn Goddur á sýningunni.
Listamaðurinn Goddur á sýningunni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert