Karl Vignir hefur hlotið dóm

Karl Vignir Þorsteinsson. Um er að ræða skjáskot úr Kastljósi.
Karl Vignir Þorsteinsson. Um er að ræða skjáskot úr Kastljósi. Skjáskot/Kastljós

Barnaníðingurinn Karl Vignir Þorsteinsson hefur hlotið dóm fyrir kynferðisbrot. Kastljós Ríkisútvarpsins upplýsti um þetta í þætti sínum í kvöld. Þar kom einnig fram að tugir ábendinga hafi borist þættinum eftir umfjöllunina um Karl Vigni í gærkvöldi.

Í þætti kvöldsins var rætt við nokkur fórnarlamba Karls Vignis og kom fram hjá þremur þeirra, sem misnotuð voru af Karli Vigni í gegnum líknarfélagið Bergmál, að þau hefðu látið Kolbrúnu Karlsdóttur formann Bergmáls vita af brotunum. Svar hennar hafi í öllum tilvikum verið á þá leið að fórnarlömbin ættu ekki að tala um þetta, Karl Vignir væri góður maður. 

Kastljós náði tali af Kolbrúnu sem sagðist ekki hafa vitað af brotum Karls Vignis fyrr en fjallað var um þau í fjölmiðlum árið 2007. Þá hafi honum verið gert að hætta störfum fyrir félagið. Hún sagði jafnframt að fullyrðingar fórnarlambanna  væru lygi.

Þá kom fram að brot Karls Vignis gegn íbúa á Sólheimum, þar sem Karl Vignir starfaði, hefði verið tilkynnt og kært til lögreglu árið 1998. Refsingu Karls hefði þá verið frestað. Jafnframt hafi hann hlotið dóm fyrir kynferðisbrot gegn dreng í héraðsdómi, þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Kastljós boðar frekari umfjöllun um málefni Karls Vignis á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert