Eygló: Framsókn fyrir Ísland

Eygló Harðardóttir, ritari Framsóknarflokksins.
Eygló Harðardóttir, ritari Framsóknarflokksins.

„Ég vil vinna áfram með ykkur við að efla félagsstarfið sem er kjarninn í flokknum,“ sagði Eygló Harðardóttir, ritari Framsóknarflokksins, í ræðu sinni eftir að kjöri hennar hafði verið lýst áðan á flokksþingi Framsóknarflokksins í Gullhömrum í Grafarholti.

Eygló ræddi áherslur sínar um innra starf flokksins. Sagðist hún vilja setjast niður með formönnum aðildarfélaga flokksins um allt land til að taka umræðu um félagsfjöld í flokknum til að styrkja fjárhag flokksins.

Hún sagði stóra markmiðið að ná góðum árangir í þingkosningunum í vor en lagði áherslu á að byrja þurfi að huga að sveitarstjórnarkosningum vorið 2014 einnig.

„Eitt af því sem huga þarf að er að sameina félög á milli sveitarfélaga eða innan sýslumarka,“ sagði Eygló. Hún sagði miklar kröfur gerðar til starfssemi stjórnmálaflokka gegnum lagasetningu á Alþingi og að mikilvægt sé að hafa þá skipan mála að flokkurinn geti staðið undir þeim kröfum.

Að lokum sagði hún: „Við þurfum að sækja fram fyrir heimilin, sækja fram fyrir atvinnulífið. Framsókn fyrir Ísland.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert