Frumvarpið of róttækt

Jan Helgesen, vinstri, og Thomas Markert, ritari nefndarinnar, á blaðamannafundi …
Jan Helgesen, vinstri, og Thomas Markert, ritari nefndarinnar, á blaðamannafundi á Íslandi 17. janúar. mbl.is/Golli

Feneyjanefndin harmar að stjórnarskrárfrumvarpið skuli öðrum þræði taka mið af efnahagshruninu og atburðum sem leiddu til þess. Þá leggur nefndin til að í þeirri vinnu sem framundan sé við endurskoðun stjórnarskrárinnar verði horft til forgangsmála fyrir íslensku þjóðina og atriða sem meiri sátt er um.

Þetta kemur fram í drögum að áliti nefndarinnar um stjórnarskrárfrumvarpið en í inngangi þess er tekið fram að hún hafi aðeins fengið hluta greinargerðar um frumvarpið á ensku. Það sé m.a. þess vegna sem greiningin sé ekki ítarleg.

Nefndin gerir fjölda athugasemda við frumvarpið, m.a. þá að horft skuli til Sviss við rýmkun heimilda til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslna. Vikið er að áhrifum hrunsins á frumvarpssmíðina í umfjöllun um ávæði um upplýsingarétt og má skilja af álitinu að nefndarmönnum þykir tillögurnar of róttækar. Rétt sé að horfa til lengri tíma. Þá er lagt til að mannréttindakaflinn verði endurskoðaður enda séu ýmis ákvæði þar óskýr, að því er fram kemur í umfjöllun um álit Feneyjanefndarinnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert