Umferðin eykst mikið á milli ára

Það voru margir sem lögðu land undir fót um páskana.
Það voru margir sem lögðu land undir fót um páskana. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Umferðin á hringveginum,jókst mikið í marsmánuði eða um 10,6 prósent miðað við sama mánuð í fyrra. Er þetta mesta aukning í marsmánuði á milli ára frá því Vegagerðin hóf að taka saman þessar upplýsingar árið 2005.

Páskar spila inn í þetta en þeir lenda að mestu á marsmánuði í ár en á aprílmánuði í fyrra. Það skýrir þó ekki alla þessa aukningu, segir í frétt á vef Vegagerðarinnar.

Umferðin hefur aukist alla mánuði ársins og uppsafnað frá áramótum hefur hún aukist um 9,5 prósent sem er mjög mikið, samkvæmt Vegagerðinni Samdráttur hefur verið í umferðinni í ársbyrjun allt aftur til ársins 2008.

Aukning alls staðar nema á Austurlandi

Mikil aukning mælist nú á öllum landssvæðum fyrir utan Austurland en þar mælist 2,5% samdráttur. Aukningin er langmest á Suðurlandi eða um rúm 24%. Aukningin á Vesturlandi er rúm 12 prósent, 8,4% við höfuðborgarsvæðið og um 4,4,% á Norðurlandi.

„Í þessu sambandi er vert að hafa í huga hvenær páskar eru á árinu hverju sinni, það getur stundum ýkt muninn á milli ára. Sem dæmi má nefna þá voru páskarnir 28. mars til 1 apríl nú í ár en 5. til 9. apríl árið 2012. Það má því segja að mest öll páskaumferðin hafi lent mars megin nú í ár meðan hún var öll apríl megin á síðasta ári. Það var því við því að búast að mars, nú í ár kæmi mun hagstæðara út miðað við mars 2012. Það ætti heldur ekki að verða óvænt tíðindi ef apríl umferð mælist frekar lítil nú í ár borin saman við árið 2012,“ segir í frétt á vef Vegagerðarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert