Rjúkandi gangur á vindmyllum Landsvirkjunar við Búrfell

Vindmyllurnar reistar við Búrfell.
Vindmyllurnar reistar við Búrfell. mbl.is/Landsvirkjun

Vindmyllur Landsvirkjunar við Búrfell hafa síðan í vetur framleitt alls 2.200 megavattstundir af raforku, sem jafngildir ársnotkun um 450 heimila.

Í umfjöllun um vindmyllurnar í Morgunblaðinu í dag segir Margrét Arnardóttir, verkefnisstjóri vindorku hjá Landsvirkjun,  vindmyllurnar tvær hafa staðið undir væntingum og vel það. Miðað var við að á þessum tíma hefðu þær náð 35% nýtingarhlutfalli en hlutfallið hefur farið yfir 50%. Á heimsvísu er hlutfallið tæplega 30% í vindorkubúskapnum.

Til stendur að bjóða upp á skipulagða leiðsögn við Búrfell í sumar þar sem almenningi verður boðið að skoða vindmyllurnar og fara inn í þær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert