Safna til að greiða Agli

Egill Einarsson og lögmaður hans, Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hrl.
Egill Einarsson og lögmaður hans, Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hrl. mbl.is/Rósa Braga

Sett hefur verið á fót vefsvæði innan samfélagsvefsins Facebook þar sem safnað er fé fyrir unga konu sem nýverið var dæmd til að greiða fjölmiðlamanninum Agli Einarssyni bætur fyrir ummæli sem hún lét falla á sama miðli. Í morgun höfðu þegar safnast 414 þúsund krónur.

Það var vinkona konunnar, sú sama og kærði Egil og unnustu hans fyrir nauðgun, sem hóf söfnunina en unga konan var dæmd til að 30 þúsund króna sekt í ríkissjóð og 100 þúsund krónur í bætur til Egils. Þá var henni gert að greiða 800 þúsund krónur í málskostnað. Kostnaður ungu konunnar vegna ummæla sinna nálgast því eina milljón króna.

Ummælin voru sett fram á Facebook síðu sem stofnuð var í kjölfar þess að viðtal við Egil birtist í Monitor, fylgiriti Morgunblaðsins, í nóvember 2012. Ummælin voru „mögulega stelpunar [sic] sem gillz nauðgaði, biðjast afsökunar að dreifa blaði þar sem nauðgari þinn er að segja að þú sért að ljúga út um allan skólann þinn“.

Í niðurstöðu dómsins segir að ummælin sem látin voru falla opinberlega hafi falið í sér afdráttarlausa fullyrðingu um að Egill hefði gerst sekur um nauðgun. Þau hafi verið úr hófi fram og farið út fyrir mörk þess tjáningarfrelsis sem konan nýtur. Þá hafi falið í sér ærumeiðandi aðdróttun í garð Egils.

Ummælin voru dæmd dauð og ómerk.

Enn á eftir að dæma í tveimur sambærilegum málum sem Egill höfðaði á hendur fólki sem hann taldi meiða æru sína.

Frétt mbl.is: Ummæli um Egil ómerkt

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert