Varað við því að stjórnvöld æði af stað með náttúrupassa

Anna Dóra segir hugsanlegt að gjaldtaka við náttúruperlur geti haft …
Anna Dóra segir hugsanlegt að gjaldtaka við náttúruperlur geti haft áhrif á sjálfsmynd Íslendinga. mbl.is/RAX

Ríkissjóður mun á þessu ári innheimta 17 milljarða í skatta af ferðaþjónustu og fær 10 milljarða í viðbót ef allt er talið með, að sögn Önnu Dóru Sæþórsdóttur, dósents í ferðamálafræði við Háskóla Íslands.

Samt áformi stjórnvöld að leggja á nýjan skatt – náttúrupassa – til að standa straum af viðhaldi og uppbyggingu ferðamannastaða, án þess að láta fyrst kanna hvaða áhrif passinn hafi á ferðamennina, ferðaþjónustuna og ferðalög Íslendinga.

Í samtali í Morgunblaðinu í dag varar Anna Dóra eindregið við því að stjórnvöld æði af stað með náttúrupassa, án þess að áhrifin hafi fyrst verið rannsökuð. Í raun séu stjórnvöld þó fallin á tíma því ferðaþjónustufyrirtæki séu þegar búin að gefa út verðskrár, án þess að geta gert ráð fyrir kostnaði við náttúrupassa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert