Sjálfstæðisflokkurinn með 30,5% fylgi

mbl.is/Hjörtur

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 30,5% fylgi samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Stöðvar 2 sem sagt var frá í kvöldfréttum stöðvarinnar sem er töluvert meira en flokkurinn fékk í þingkosningunum í vor en þá hlaut hann 26,7%. Samfylkingin mælist næststærsti flokkurinn með 20,2% miðað við 12,9% fylgi í kosningunum.

Framsóknarflokkurinn er með 15,1% fylgi samkvæmt könnuninni en flokkurinn hlaut 24,4% í þingkosningunum síðastliðið vor. Björt Framtíð er fjórði stærsti flokkurinn samkvæmt könnuninni með 13,5% fylgi en flokkurinn fékk 8,2% í kosningunum. Vinstrihreyfingin - grænt framboð kemur næst með 10% fylgi en fylgi flokksins í kosningunum var 10,9%. Píratar bæta hins vegar verulegu við sig og fara í 9,2% fylgi en þeir fengu 5,1% í kosningunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert