Leit hætt á Faxaflóa

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar leituðu á Faxaflóa í kjölfar neyðarkalls sem …
Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar leituðu á Faxaflóa í kjölfar neyðarkalls sem barst síðdegis á sunnudaginn. mbl.is/Árni Sæberg

Leit hefur verið hætt á Faxaflóa vegna neyðarkalls sem barst á neyðarrás á sunnudagseftirmiðdaginn. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er búið að leita tvisvar á því svæði sem talið er að neyðarkallið gæti hafa komið frá.

Ólíklegt er að leit verði haldið áfram nema nýjar vísbendingar komi fram því til stuðnings, en enginn hefur gefið sig fram til að tilkynna að einhvers sé saknað. Af neyðarkallinu að dæma voru þeir sem sendu það íslenskir.

Ekki er hægt að útiloka að um gabb hafi verið að ræða, þó svo að því hafi ekki verið slegið föstu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert