Brá sér í gervi Sigmundar Davíðs

Iðunn Gígja í gervi Sigmundar Davíðs.
Iðunn Gígja í gervi Sigmundar Davíðs. Ljósmynd/Iðunn Gígja Kristjánsdóttir

Í dag mátti víða sjá börn og unglinga spígspora um bæi og borg í hinum ýmsu gervum í tilefni öskudagsins. Sumir létu sér nægja að mála nokkur strik á andlitið en aðrir hafa eflaust eytt ófáum klukkustundum í gerð búningsins.

Iðunni Gígju Kristjánsdóttur, 14 ára grunnskólanema, tókst vel til en hún ákvað að bregða sér í gervi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra. Gekk hún um Skipholtið í dag og söng fyrir verslunareigendur í jakkafötum með Mountain Dew, íslenska fánann og ís meðferðis. Þá var hún að sjálfsögðu klædd í einn íþróttaskó og einn spariskó.

„Fyrir stuttu áttaði ég mig á því hvað ég er lík honum. Ég brosti og þá sagði einhver að ég væri mjög lík Sigmundi. Ég ákvað því að skella mér í þetta gervi,“ segir Iðunn í samtali við mbl.is. Hún segist hafa fengið jákvæð viðbrögð frá verslunareigendum og félögum sínum. „Fólki finnst ég mikill snillingur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert