Nýr turn kallar á nýjan vita

Vitarnir á Norðurgarði og Ingólfsgarði eru hátt í aldar gamlir. …
Vitarnir á Norðurgarði og Ingólfsgarði eru hátt í aldar gamlir. Fyrirhugað er að sams konar viti komi í stað vitans í turni Sjómannaskólans. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Vitinn í Sjómannaskólanum hefur síðustu ár að hluta verið í hvarfi á Engeyjarsundi eftir að hafa í áratugi verið kennileiti sjófarenda á leið til hafnar í höfuðborginni og sent geisla sína út yfir Sundin.

Nítján hæða turn á Höfðatorgi hefur skyggt á vitann í Sjómannaskólanum og á næstu mánuðum rís sextán hæða hótelturn á reitnum í Borgartúni sem enn frekar byrgir sýn. Því er brýn þörf á að nýr viti við ströndina leysi vitann í Sjómannaskólanum af hólmi að mati hafnaryfirvalda.

Faxaflóahafnir hafa sent erindi til skipulagsyfirvalda í borginni um byggingu og staðsetningu nýs innsiglingarvita. Fyrsta hugmynd var að vitinn yrði staðsettur fyrir neðan Höfða, en skipulagsyfirvöld leggjast gegn þeirri staðsetningu þar sem vitinn geti breytt ásýnd hússins að Höfða, að sögn Jóns Þorvaldssonar aðstoðarhafnarstjóra. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hann, að nú sé horft til staðar vestar og nær Rauðarárvíkinni fyrir neðan hús sem í eina tíð var kennt við O. Johnson & Kaaber.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert