Þúsundir áhugaverðra titla

Um 20.000 bækur verða á bókamarkaði í gamla Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll næstu helgar. Um er að ræða nokkurskonar útibú frá fornbókabúðinni Bókinni á Hverfisgötu. Bókahneigðir geta fundið allt milli himins og jarðar: fræðibækur, ævisögur, skáldsögur, ritsöfn og tímarit. 

Markaðurinn verður opinn frá kl: 12-18 föstudag til sunnudags og allir titlar kosta litlar 400 krónur. mbl.is leit yfir bókasafnið og kynnti sér nokkrar áhugaverðar bækur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert