Hefur kostað ríkið yfir 100 milljarða

Frá Kópavogi.
Frá Kópavogi. mbl.is/Árni Sæberg

Samanlagður raunkostnaður ríkissjóðs vegna Íbúðalánasjóðs undanfarin tíu ár er á bilinu 109-117 milljarðar króna.

Þetta kemur fram í greiningu KPMG og Analytica sem unnin var fyrir verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála. Eru þá meðtaldar undanþágur frá gjöldum. Þá kemur fram í minnisblaði frá Íbúðalánasjóði að tjón sjóðsins vegna skuldaleiðréttingar geti numið 7,5-24 milljörðum króna.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag er Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, á því að þetta tjón muni fara langt með að þurrka upp eigið fé sjóðsins. Það muni kalla á frekari framlög.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert