Hafmeyjan komin heim í Tjörninni

Hafmeyjan eftir Nínu Sæmundsson er komin á sinn upprunalega stað í Tjörninni. Hin afsteypan var sprengd í loft upp eins og frægt er árið 1960 en þetta eintak hefur verið við Smáralind frá árinu 2001. Smáralind gefur borginni verkið sem Jón Gnarr, borgarstjóri, veitti viðtöku og var það eitt síðast verk hans sem borgarstjóra.

Verkinu verður komið varanlega fyrir í Tjörninni eftir helgi og þann 19. júní verður svo opnaður höggmyndagarður í Hljómskálagarði til heiðurs konum sem ruddu brautina í íslenskir höggmyndlist. 

Tvær afsteypur voru gerðar í upphafi árið 1948 en hin hlaut hin grimmu örlög að verða sprengd í loft upp á nýársnótt árið 1960. Verkið hafði þá einungis verið í Tjörninni í nokkra mánuði en miklar deilur voru um verkið á sínum tíma og var skemmdarverkið Nínu mikið áfall. 

Móttaka Hafmeyjunnar var eitt síðasta verk Jóns sem borgarstjóra en hann segist eiga von á því að mæta á slíkar samkomur í framtíðinni. 

Hugmyndin að listaverkinu er komin frá þjóðsögunni um hafmeyjuna sem sat á kletti í hafinu og lokkaði sjófarendur með söng  en þeir hurfu síðan niður í sjávardjúpin í faðmi hennar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert