Stífla Bleiksá um fjögurleytið í dag

Frá leitinni í dag.
Frá leitinni í dag. mbl.is/Eggert

Björgunarsveitarmenn hefjast handa við stífla og færa rennsli árinnar í Bleiksárgljúfri um klukkan fjögur í dag. Þetta er gert svo hægt sé að leita betur í hyljum undir fossinum. Flýtileit sem gerð var í ánni í morgun bar ekki árangur og undirbúa björgunarsveitarmenn stærri og umfangsmeiri aðgerð.

Hérhér og hér má lesa um und­ir­bún­ing aðgerða dags­ins.

Þetta er ein um­fangs­mesta aðgerð sem liðsmenn Lands­bjarg­ar hafa tekið þátt í til þessa. Að sögn Svans Sævars Lárussonar, stjóranda leitarinnar, er gríðarleg vinna að koma búnaðinum fyrir inni í gljúfrinu.

Losna við fossinn til að leita undir honum

Í morgun hófust björgunarsveitarmenn handa við að koma dælu­búnaði fyr­ir í gil­inu, auk þess þurfti að koma fyr­ir raf­stöðvum og öðrum raf­magns­búnaði svo dæl­urn­ar fái straum. Til stend­ur að dæla vatni upp úr hyln­um þar sem rör­in liggja og fram fyr­ir foss­inn. Ljóst er að það mun taka nokkr­ar klukku­stund­ir.

„Mark­miðið með þessu öllu er að reyna að losna við foss­inn til að geta leitað þar und­ir,“ sagði Svan­ur í samtali við mbl.is í gær. Fall­hæð foss­ins er um það bil 30 metr­ar. „Þetta er eini staður­inn sem okk­ur hef­ur ekki tek­ist að leita,“ bæt­ti hann við

Meðal annars þarf að koma þremur stórum rafstöðum fyrir og eru tólf dælur til staðar á svæðinu. Þær vega á bilinu 200 til 900 kíló en ekki er ljóst hvort þær verði allar notaðar í dag. Þrír kafar­ar eru einnig á vett­vangi og munu hugs­an­lega taka þátt í aðgerðum síðar í dag.

Rúmlega 70 björgunarsveitarmenn eru á svæðinu en um 1000 björgunarsveitarmenn hafa komið að leitinni að Ástu Stefánsdóttur síðustu þrjár vikur.

Fagmannlega staðið að leitinni

Leitað er að Ástu Stef­áns­dótt­ur, 35 ára lög­fræðingi, sem hef­ur verið saknað í þrjár vik­ur. Sam­býl­is­kona henn­ar, Pino De Los Ang­eles Becerra Bolanos, fannst lát­in í Bleiks­ár­gljúfri þann 10. júní síðastliðinn.

Um­ferð að Bleiks­ár­gljúfri er stjórnað við af­leggj­ar­ann að gljúfr­inu. Eng­um er hleypt inn á leit­ar­svæðið sem er nokkuð rúmt. Að sögn blaðamanns hafa ekki marg­ir lagt leið sína að svæðinu í  morg­un.

Ljóst er að vel er staðið að und­ir­bún­ingi björg­un­araðgerðanna. Að sögn blaðamanns er mjög fag­mann­lega staðið að allri vinnu í tengsl­um við leit­ina í dag, und­ir­bún­ing­ur fram í ró­leg­heit­um og farið var­lega í all­ar aðgerðir. Áhersla er á að tryggja öryggi þeirra sem koma að leitinni. 

Á stutt­um und­ir­bún­ings­fundi sem fór fram í morg­un var meðal ann­ars farið yfir það hversu hættu­legt er að síga niður í gljúfrið og að hverju þarf að huga.

Stuttu fyrir klukkan 16 var búið að koma rafstöðunum fyrir í gilinu og unnið er við að koma þeim í gang. Um 80 manns frá öllum helstu björgunarsveitum landsins eru á staðnum. 

Frá leitinni í Bleiksárgljúfri í dag.
Frá leitinni í Bleiksárgljúfri í dag. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert