Útlit fyrir að Víðir hafi sloppið

Matvöruverslun Víðis í Skeifunni.
Matvöruverslun Víðis í Skeifunni. mbl.is/Sunna

Eiríkur Sigurðsson, eigandi matvöruverslunarinnar Víðis, segir að umfangsmikill eldur sem logar í húsaþyrpingu í Skeifunni hafi ekki náð að læsa sig í verslunina. „Þetta virðist liggja að mestu í Griffli og Fönn eins og staðan er núna,“ segir Eiríkur, sem stendur og fylgist með eldsvoða sem upp kom í fatahreinsuninni Fönn í Skeifunni fyrr í kvöld. 

Hann segist þó hafa takmarkaðar upplýsingar um eldinn. „Ég fæ ekkert að fara hér að en það lítur út fyrir það á þessari stundu að Víðir hafi sloppið,“ segir Eiríkur. 

Hann segir að verslunin hafi verið rýmd um leið og eldurinn kom upp. Að sögn sjónvarvotta hafði eldur læst sig í þakskegg húss við hlið byggingarinnar sem Víðir er í, en Eiríkur segir að hvorki sjáist eldur né reykur inni í versluninni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert