Krufningarskýrslan í skoðun

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

„Við erum nýbúnir að fá niðurstöðu úr réttarkrufningu og það er verið að skoða hana. Þannig að þetta er á lokavinnslu hjá okkur. Frá okkur fer málið til saksóknara.“

Þetta segir Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, í samtali við mbl.is spurður um stöðu mála varðandi rannsókn á meintri líkamsárás sem átti sér stað á Hvammstanga 15. júní. Karlmaður lést í kjölfar hennar.

Tveir menn, feðgar, eru grunaðir um að hafa valdið dauða hans. Sæta þeir farbanni vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert