Beðið eftir niðurstöðum rannsóknar

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

„Málið er enn hjá okkur en við erum að bíða eftir niðurstöðu úr réttarmeinafræðilegri rannsókn,“ segir Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri í samtali við mbl.is um rannsókn á meintri líkamsárás sem átti sér stað á Hvammstanga í júní. 

Daníel telur að niðurstöður rannsóknirnar berist fljótlega. Þá fer málið til saksóknara.

Fórnarlamb líkamsárásarinnar, maður á fertugsaldri, lést af sárum sínum.

Tveir menn, feðgar, eru grunaðir um að hafa valdið dauða hans. Þeir sæta far­banni vegna máls­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert