Hækkun andstæð stefnu stjórnarinnar

Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna.
Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna. Ljósmynd/Bændasamtökin

Bændasamtökin mótmæla harðlega áformum ríkisstjórnarinnar um að hækka virðisaukaskatt á mat út 7% í 15% og telja þau skerða samkeppnisstöðu innlendra búvara. Forystumenn bænda telja fátt benda til þess að ríkisstjórnin vilji efla innlenda matvælaframleiðslu með nýju fjárlagafrumvarpi samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynmningu.

Haft er eftir Sindra Sigurgeirssyni, formanni BÍ, að lágur matarskattur stuðlaði að því að allir gætu notið heilnæmra landbúnaðarvara sem framleiddar væru hér á landi. Frekar ætti að lækka virðisaukaskatt á matvæli en hækka hann. Hann telur að hækkun matarskattsins fari gegn yfirlýstri stefnu ríkisstjórnarinnar um eflingu innlendrar matvælaframleiðslu og styrkingu byggða. Breytingin muni styrkja stöðu innlendrar verslunar til að beita innlenda matvælaframleiðslu ægivaldi.

„Það er augljóst að hækkun á virðisaukaskatti á matvæli kemur illa niður á láglaunahópum og erfitt er að sjá hvernig niðurfærsla á vörugjöldum á innfluttum neysluvörum hjálpar þessum hópi. Bótakerfið getur ekki bætt upp þann skaða sem þetta veldur. Við þurfum öll mat og innlend framleiðsla er mikilvæg í margvíslegu tilliti,“ segir Sindri. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert