65 þúsund kr. fyrir herbergið

Adrian Staszczuk, 28 ára gamall Pólverji, sem býr í iðnaðarhúsnæði við Nýbýlaveg 4 segist borga 65 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergið sem hann býr í. Húsnæðið sem slökkviliðið ætlaði að rýma í gær er gamalt skrifstofuhúsnæði með sameiginlegu eldhúsi, salernis- og baðaðstöðu.

Eigendur fengu frest til fimmtudags til að bregðast við kröfum slökkviliðsins um umbætur á brunavörnum í húsnæðinu og var maður á vegum Securitas að setja upp reykskynjara þegar mbl.is bar að garði í dag. 

Bjarni Kjart­ans­son, sviðsstjóri for­varn­ar­sviðs slökkviliðsins á höfuðborg­ar­svæðinu, seg­ir að þrátt fyr­ir allt hafi hús­næðið á Ný­býla­veg­in­um verið með snyrti­legri slík­um stöðum sem hann hafi séð.

Ég ræddi við Adrian sem er með gráðu í félagsfræði og er nú í Mími til þess að geta fengið réttindi til að vinna á leikskóla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert