Aldrei verið hlýrra í Grímsey

Frá Grímsey.
Frá Grímsey. mbl.is/ÞÖK

Í Grímsey, á Teigarhorni og Stórhöfða í Vestmannaeyjum hafa ellefu fyrstu mánuðir ársins aldrei verið hlýrri en nú og hefur verið mælt á stöðvunum þremur frá því fyrir árið 1880. Í Reykjavík og Stykkishólmi hefur á sama tíma verið jafnhlýtt og hlýjast hefur orðið áður frá upphafi mælinga.

Þetta kemur fram á vefsvæði Veðurstofu Íslands. Þar segir einnig að á Akureyri hafi árið til þessa verið 0,1 stigi kaldara en hlýjast hefur orðið til þessa, sem var árið 2003. Á Stórhöfða er hitinn nú 0,1 stigi hærri en hæst hefur áður orðið, í Grímsey 0,3 stigum og 0,5 stigum á Teigarhorni.

Úrkoma hefur mælst 19 prósent meiri en í meðalári í Reykjavík og 50 prósent umfram meðallag á Akureyri. Loftþrýstingur hefur verið lágur, um 3,9 hPa undir meðallagi. Þrýstingur var lítillega lægri fyrstu 11 mánuði ársins 2011.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert