Bara barnslausir pabbar úti í bæ

mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Samtök meðlagsgreiðenda hvetja einstæða meðlagsgreiðendur til borgaralegrar óhlýðni við skil á skattskýrslum í mars með því að skrá sig sem einstæða foreldra í þeim. Þannig sé því mótmælt að umgengisforeldrar séu skráðir sem barnlausir einstaklingar hjá hinu opinbera.

Ennfremur verði því mótmælt með þessu að meðlagsgreiðendur njóti ekki aðkomu að velferðarkerfinu sem foreldrar. „Með því að fylla skattaskýrsluna rangt út bendum við aukinheldur á, að einstæðir umgengnisforeldrar eru einstæðir foreldrar, jafnvel þótt stjórnvöld og þingmenn berji höfði við stein,“ segir í fréttatilkynningu.

„Við hvöttum til þessa líka í fyrra. Það urðu viðbrögð við því. Sumir fengu skeyti frá Ríkisskattstjóra, einhver skammarbréf, þar sem þau skilaboð komu fram að þeir væru ekki foreldrar í skilningi laganna. Okkur bregður auðvitað við að fá þau skilaboð að við séum ekki foreldrar heldur aðeins barnslausir pabbar eða mömmur úti í bæ,“ segir Gunnar Kristinn Þórðarson, framkvæmdastjóri samtakanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert