Rigning með köflum

Veðrið kl. 12 í dag.
Veðrið kl. 12 í dag. Skjáskot/Veðurstofan

Það mun draga hægt úr vindi og úrkomu með morgninum. Um hádegi verður suðaustan 5-13 m/s og dálítil rigning eða súld. Hægari vindur verður og bjartviðri á norðaustanverðu landinu, en lítilsháttar væta þar um tíma í nótt. Snýst svo í suðvestlæga átt á morgun, 8-15 m/s síðdegis með skúrum eða slydduéljum, en úrkomulítið norðaustan- og austanlands. Hiti 0 til 10 stig.

Spá veðurstofunnar fyrir höfuðborgarsvæðið næsta sólarhring er þessi: Sunnan og suðaustan 5-13 m/s og súld eða rigning með köflum. Suðvestan 5-10 á morgun og skúrir en síðar slydduél. Hiti 4 til 8 stig, en svalara á morgun. Veðurvefur mbl.is.

Vegir á Suðurlandi eru auðir en þoka er á Hellisheiði og í Þrengslum, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.

Á Vesturlandi eru vegir greiðfærir nema á Fróðárheiði þar sem eru hálkublettir og þoka. Þoka er einnig á Vatnaleið og Bröttubrekku.

Það er mikið autt á Vestfjörðum en snjóþekja eða krap á Klettshálsi og Kleifaheiði. Hálkublettir eru á Hálfdán og Gemlufallsheiði.

Vegir á Norður- og Austurlandi eru nú greiðfærir og það sama má segja um suðausturströndina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert