Félagar SGS kjósa um verkfallsboðun

Samninganefnd Starfsgreinasambandsins.
Samninganefnd Starfsgreinasambandsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Rafræn atkvæðagreiðsla sextán aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins um heimild til verkfallsboðunar hófst kl. 8 í morgun og mun hún standa til miðnættis þann 20. apríl nk.

Um er að ræða verkfallsboðun vegna félagsmanna sem starfa eftir kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins. Rúmlega 10.000 manns eru á kjörskrá og fá þeir í dag eða á næstu dögum send kjörgögn vegna atkvæðagreiðslunnar.

Fólk er hvatt til að skoða gögnin vel og vandlega og hafa samband við skrifstofu SGS eða sitt stéttarfélag ef einhverjar spurningar vakna. Þá er rétt að benda á vefsvæði SGS sem inniheldur mikið magn gagnlegra upplýsinga um verkfallsaðgerðirnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert