Vonast til að semja í dag eða á morgun

Vonir standa til að samningar náist á milli stéttarfélaga iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins í kvöld eða á morgun, áður en verkföll félaganna hefjast annað kvöld.

Samninganefndir félaganna munu funda hjá ríkissáttasemjara í kvöld.

Samninganefnd VM hefur verið boðuð til fundar klukkan átta í kvöld, þar sem farið verður yfir stöðuna í kjaraviðræðum.

VM og Rafiðnaðarsambandið tóku kjaraviðræður upp að nýju við Samtök atvinnulífsins á föstudag eftir að upp úr slitnaði á þriðjudag.

Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, segir að iðnaðarmannafélögin hafa öll fundað um sameiginlegar sérkröfur sínar á föstudag, áður en VM og RSÍ tóku upp viðræður um sínar sérkröfur.

„Auðvitað vona ég að hægt verði að afstýra verkföllum og við munum nýta tímann um helgina vel.  Það jákvætt að viðræður eru hafnar á nýjan leik og markmiðið er auðvitað að semja. Enn á eftir að leysa nokkra hnúta, boltinn er er að mestu hjá vinnuveitendum í þeim efnum,“ segir Guðmundur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert