Hannes sigurvegari Teplice-mótsins

Hannes Hlífar.
Hannes Hlífar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hannes Hlífar Stefánsson tefldi afar vel og sannærandi á Teplice-mótinu sem lauk í gær í Tékklandi. Hannes hlaut 7½ vinning í 9 skákum og varð efstur ásamt ísraelska stórmeistaranum Evgeny Postny. Hannes hlaut svo gullið eftir stigaútreikning.

Frammistaða Hannesar var afar góð. Hann vann sex skákir og gerði þrjú jafntefli. Frammistaðan samsvaraði 2687 skákstigum og hækkar hann um 13 stig fyrir hana. Hannes nálgast því 2600 skákstigamúrinn eins og snaróð fluga.

Hannes fékk að launum bæði verðlaun og gullúr sem metið er að sögn mótshaldara er metið á um 350.000 kr., segir í frétt á vefnum Skák.is.

Lenka hlaut 5 vinninga og endaði í 47.-66. sæti. 

Einstök úrslit þeirra á mótinu má nálgast á Chess-Results

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert