Áhættumat bíður næsta fundar

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur.

Reykjavíkurflugvöllur var til umræðu í borgarráði Reykjavíkurborgar í dag og var áhættumat sem Isavia hefur unnið vegna lokunar á NA/SV-flugbraut vallarins lagt fram. S. Björn Blöndal, formaður ráðsins, segir að kynning á því fari fram á næsta fundi þess eftir mánaðamótin.

Á fundi ráðsins lagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, fram bréf sem hann hefur sent innanríkisráðuneytinu þar sem hann óskar eftir viðræðum á grundvelli niðurstaðna Rögnunefndarinnar svonefndu. Fór hann þess á leit að ríkið tilkynnti um lokun flugbrautarinnar í samræmi við samninga sem það hafi gert við borgaryfirvöld.

Þá var áhættumat sem Isavia hefur unnið um lokun flugbrautarinnar, sem andstæðingar þess að henni verði lokað hafa nefnt neyðarbraut, lagt fram á fundinum. Ekki tókst hins vegar að fá kynningu á matinu fyrir fulltrúar ráðsins á fundinum í dag.

„Það náðist ekki en borgarráð bókaði að það óskaði eftir ítarlegri kynningu á þessari öryggisúttekt frá Isavia og væntanlega þeim sem vinna hana við fyrsta fundi í ágúst,“ segir S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, í samtali við mbl.is.

Vellinum ekki breytt fyrir endanlega ákvörðum um staðsetningu

Framsókn og flugvallarvinir voru ósáttir við bréf borgarstjóra og sagði í bókun þeirra að einkennilegt væri að hann færi fram með kröfur um lokun brautarinnar á meðan rekstraröryggi flugvallarins væri ekki tryggt.

„Það er grundvallaratriði að flugvellinum verði ekki breytt meðan endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin um hvort flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri,“ segir í bókuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert