Jón Gnarr má heita Jón Gnarr

Jón Gnarr.
Jón Gnarr. mbl.is/ Þórður Arnar Þórðarson

Innanríkisráðuneytið úrskurðaði nýlega í máli Jóns Gnarr, þar sem hann krafðist þess að fá að taka upp nafnið Gnarr.

Frétt mbl.is: Þjóðskrá hafnaði Jóni Gnarr

Jón, sem var nefndur Jón Gunnar Kristinsson, fékk því síðan breytt í Jón Gnarr Kristinsson. Hann vildi hins vegar taka upp Gnarr sem eftirnafn og heita einfaldlega Jón Gnarr.

Jón, sem hefur verið búsettur í Houston í Bandaríkjunum, greindi frá því í mars sl. að dómstóll í borginni hefði samþykkt nafnabreytinguna og þar heitir hann nú Jón Gnarr. Þjóðskrá Íslands hefur hins vegar komist að annarri niðurstöðu.

Í myndbandi hér að neðan, sem Heiða Kristín Helgadóttir birti á Facebooksíðu sinni, má sjá Jón Gnarr lesa upp úrskurðarorðin. 

Það er fátt sem hefur glatt mig meira en þessi úrskurður. 30 ára baráttu lokið. Til hamingju Jón Gnarr!!!!❤️

Posted by Heiða Kristín on Thursday, October 22, 2015
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert