Verkfallið mun trufla Icelandair

Verkfall flugvirkja Samgöngustofu mun trufla Icelandair.
Verkfall flugvirkja Samgöngustofu mun trufla Icelandair. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Tímaspursmál er hvenær verkfall flugvirkja hjá Samgöngustofu hefur áhrif á starfsemi Icelandair.

„Verkfallið hefur ekki valdið neinum truflunum hjá okkur en það er tímaspursmál. Það mun á endanum trufla okkar starfsemi en það er ekki gott að segja til um hvenær það verður,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.

Áhrifin yrðu þau að hugsanlega þyrfti að seinka flugi eða fella niður vegna þess að ekki væri hægt að nota allar tiltækar flugvélar.

Verkfallið hófst 11. janúar og hefur því staðið í rúma viku. Fyrsti samningafundur í kjaradeilunni hófst hjá Ríkissáttasemjara í dag.

Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis, sagði fyrir skömmu að verkfallið hafi slæm áhrif á allt flug á Íslandi og að flugfélagið tapaði um þremur milljónum króna á dag vegna þess.

Frétt mbl.is: Milljónatap á dag vegna verkfalls

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert