Rannsókn á mansali enn í gangi

Vík í Mýrdal
Vík í Mýrdal mbl.is/Sigurður Bogi

Rannsókn á mansalsmáli í Vík í Mýrdal er enn í gangi og gengur vel. Að sögn Þorgríms Óla Sigurðssonar, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjóns hjá Lög­regl­unni á Suður­landi er enn verið að taka skýrslur og afla gagna í málinu.

Í síðustu viku var eig­andi verk­taka­fyr­ir­tæk­is í bænum handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann er grunaður um að hafa haldið tveim­ur kon­um með er­lent rík­is­fang í vinnuþrælk­un. Upp­haf máls­ins má rekja til rann­sókn­ar á heim­il­isof­beldi sem maður­inn er tal­inn hafa beitt eig­in­konu sína.

Maðurinn sem er fæddur árið 1975 og er frá Sri Lanka hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert