Hættustigi aflýst á Patreksfirði

Frá Patreksfirði í gærkvöldi
Frá Patreksfirði í gærkvöldi Ljósmynd Helga Gísladóttir

Hættustigi hefur verið aflýst á Patreksfirði en í gær var 21 hús rýmt í bænum vegna krapaflóðahættu. Það þýðir að þeir 49 sem búa í húsunum geta snúið aftur til síns heima. Harpa Grímsdóttir, fagstjóri ofanflóðavár á Veðurstofu Íslands, segir að áfram verði óvissustigi vegna krapaflóða í gildi á sunnanverðum Vestfjörðum og að grannt verði fylgst með þar í dag.

Miklar leysingar voru á sunnanverðum Vestfjörðum í gær og féllu nokkur krapahlaup í Bíldudal. 

Vatn var farið að safnast fyrir í snjónum í Geirseyrargili (Stekkagili), ofan byggðarinnar á Patreksfirði  í gær sem gæti valdið krapaflóði og því var ákveðið að rýma hús undir gilinu.

Harpa segir í samtali við mbl.is að það hafi kólnað í veðri og lítil úrkoma sé á Patreksfirði og nágrenni. Krapinn sem hafi safnast saman í gilinu sé horfinn og vatn renni nú eðlilega um farveginn þannig að það hafi verið metið svo að hægt væri að aflétta rýmingu.

40 gistu á hótelinu

Veðrið heldur að ganga niður

Í dag gengur sunnanáttin niður á landinu, þó má enn búast við stormi fyrir norðan fram eftir morgni. Léttskýjað NA-lands, en dálítil rigning eða slydda á S- og V-landi. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast austast. Mild sunnanátt á morgun, með lítilsháttar vætu á S- og V-landi en áfram léttskýjað á norðaustanverðu landinu. Útlit er fyrir svipað veður á miðvikudag, en þurrt og víða bjart veður á fimmtudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert