Skjálftinn í Ekvador tífalt kröftugri

Fólk gengur eftir götu í Portoviejo í Ekvador eftir að …
Fólk gengur eftir götu í Portoviejo í Ekvador eftir að jarðskjálftinn reið yfir. AFP

Jarðskjálftinn í Ekvador í gærkvöldi var rúmlega tífalt kröftugri heldur en jarðskjálftinn sem reið yfir suðurhluta Japans á föstudag.  

Að minnsta kosti 233 eru látnir í kjölfar skjálftans í Ekvador, sem mældist 7,8 stig. Talið er að 41 sé látinn eftir skjálftann í Japan, sem mældist 7,3 stig.

Frétt mbl.is: 233 látnir í Ekvador

Frétt mbl.is: Björgunarstarf eflt í Japan

Orkan tvítugfaldast 

Að sögn Bryndísar Ýrar Gísladóttur, jarðfræðings hjá Veðurstofunni, þrítugfaldast orkan á milli hverra stiga, og var skjálftinn í Ekvador því rúmlega tíu sinnum kröftugri.

Sáust á íslenskum mælum 

Hún segir að engin tengsl séu á milli jarðskjálftanna tveggja en báðir sáust þeir á jarðskjálftamælum hér á landi, eins og venjan er með skjálfta af þessari stærðargráðu. Báðir urðu þeir á þekktum flekaskilum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert