„Orðlaus yfir öllum þessum hlýhug“

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir.
Ágústa Arna Sigurdórsdóttir.

Uppboð fyrir Ágústu Örnu Sigurdórsdóttur, sem lamaðist fyrir neðan brjóst í slysi á Selfossi í síðasta mánuði, gengur vel.

„Ég er mjög spennt fyrir styrktarkvöldinu og alveg ofsalega þakklát fyrir stuðninginn. Ég er eiginlega orðlaus yfir öllum þessum hlýhug,“ segir Ágústa Arna í samtali við mbl.is.

Ágústa Arna lamaðist þegar hún féll niður um op á neyðarútgangi á Selfossi í lok ágúst. Hún féll 6,3 metra og þykir krafta­verk að hún hafi lifað fallið. Hún höfuðkúpu­brotnaði, kinn­beins­brotnaði og hrygg­brotnaði. Ágústa er lömuð frá brjósti eft­ir slysið.

Hún segir að það komi bersýnilega í ljós hvað hún eigi marga góða að. „Það gerir það greinilega.“

Uppboð hófst fyrir tveimur vikum, styrktarreikningur var opnaður og sérstakt styrktarkvöld verður haldið á Hótel Selfossi 6. október. Fjölmargir hlutir eru í boðinu í uppboðinu, sem má sjá hér.

Um tíu vin­ir og ætt­ingj­ar Ágústu standa á bak við upp­boðið og styrkt­ar­kvöldið en uppboðið stendur fram að styrktarkvöldinu. Hægt er að taka þátt í uppboðinu með því að senda tölvupóst á styrktarkvöld@gmail.com.

Núm­er styrkt­ar­reikn­ings­ins er 0325-13-110203 og kennital­an 270486-3209. Reikn­ing­ur­inn er hjá Ari­on banka og verður Ró­bert Sverris­son, viðskipta­fræðing­ur hjá bank­an­um, fjár­mála­stjóri söfn­un­ar­inn­ar.

Selfyssingarnir, og landsliðsmennirnir í knattspyrnu, Jón Daði Böðvarsson og Viðar Örn Kjartansson hafa til að mynda gefið treyjur sem þeir hafa leikið í. „Þessi treyja verður í boði í uppboðinu. Þetta er treyjan sem ég spilaði í leik á móti Zenit frá Rússlandi á dögunum í Evrópukeppninni. Hvet alla til að taka þátt og hjálpa Ágústu Örnu. Þegar uppboðinu lýkur þá heiti ég því að tvöfalda þá upphæð,“ skrifaði Viðar Örn á vegg uppboðsins á Facebook.

Einnig er hægt að bjóða í áritaða treyju frá Aroni Pálmarssyni, landsliðsmanni í handbolta. Auk þess er hægt að bjóða í ýmsar ferðir og málverk.

Fyrri fréttir mbl.is:

Uppboð fyrir Ágústu Örnu

Styrktarsöfnun fyrir Ágústu Örnu

Lömuð eftir slys á Selfossi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert