Flugfreyjur funda enn í Karphúsinu

Fundað er í kjaradeilu Flug­freyju­fé­lags Íslands, sem starfa hjá Flug­fé­lagi …
Fundað er í kjaradeilu Flug­freyju­fé­lags Íslands, sem starfa hjá Flug­fé­lagi Íslands, og SA v/Icelandair. mbl.is/Sigurður Bogi

Fund­ur í kjara­deil­u Flug­freyju­fé­lags Íslands og SA v/Icelandair sem hófst hjá ríkissáttasemjara klukk­an eitt í dag stendur enn yfir. Flugfreyjurnar starfa hjá Flug­fé­lagi Íslands í innanlandsflugi.  

Ekki liggur fyrir hvenær fundinum lýkur en engin ákvörðun hefur verið tekin um formlegt hlé, samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara. Ýmist hefur verið fundað saman eða í sitt hvoru lagi í húsnæði ríkissáttasemjara.

Farþegar í áætluðu inn­an­lands­flugi Flug­fé­lags Íslands næstu þrjá daga hafa verið látn­ir vita af þeim mögu­leika, að verk­fall geti skollið á í fyrra­málið. Þetta sagði Árni Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins, í sam­tali við mbl.is fyrr í dag. 

Frétt mbl.is: Láta farþega vita af mögu­legu verk­falli

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert