Víðtæk leit að kajakræðurum

Björgunarsveitarmenn að störfum.
Björgunarsveitarmenn að störfum. Ljósmynd/Landsbjörg

Víðtæk leit stendur yfir að tveimur kajakræðurum við mynni Þjórsár. Björgunarsveitir af Suðurlandi og úr Vestmannaeyjum taka þátt í leitinni ásamt sjö sérhæfðum björgunarsveitarmönnum af höfuðborgarsvæðinu auk þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Björgunarsveitarmennirnir úr Reykjavík komu meðal annars með dróna til að nota við leitina. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni eru kajakræðararnir ekki fundnir en leit stendur yfir. Samkvæmt upplýsingum mbl.is er þyrlan fyrir ofan mynni Þjórsár við leit. 

Uppfært 22:33: Búið er að hafa uppi á að minnsta kosti öðrum kajakræðaranum og ná honum upp á úr vatninu.

Uppfært 22:44: Búið er að bjarga báðum mönnunum og eru þeir heilir á húfi samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu. Mönnunum var bjargað um borð í þyrlu Gæslunnar.

Fréttin verður uppfærð áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert