Hinn maðurinn ekki á sjúkrahúsi

mbl.is/Sigurður Bogi.

Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á tildrögum slyss í mynni Þjórsár þar sem einn maður lést er hafin. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir í samtali við mbl.is að lögregla væri eins og staðan væri nú engu nær um hvað gerðist en býst við því að það skýrist með deginum. „Við erum núna bara að fara af stað með það að ræða við þá sem hafa frá einhverju að segja,“ segir Þorgrímur Óli. 

Neyðarlínu barst símtal á laugardag um að tveir kaj­akræðarar væru hætt komn­ir í Þjórsá. Eins og fyrr segir er annar mannanna látinn en hinn er líkamlega heill og ekki á sjúkrahúsi að sögn Þorgríms Óla.

Tvær þyrl­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar kallaðar út, björg­un­ar­sveit­ir á Suður­landi auk sér­hæfðs teym­is björg­un­ar­sveit­ar­manna úr Reykja­vík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert