Annar kajakræðarinn látinn

mbl.is

Annar kajakræðaranna sem bjargað var úr sjónum við ós Þjórsár í gærkvöldi er látinn. Ekki verður, að svo stöddu, greint frá nafni hans. Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi fer með rannsókn málsins.

Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hins mannsins, en eftir því sem mbl.is kemst næst er hann ekki talinn í lífshættu.

Lögreglunni á Suðurlandi barst klukk­an 21.13 í gær­kvöldi tilkynning um að tveir menn væru í vand­ræðum á kajök­um í brim­inu við ósinn. Þyrlur Landhelgisgæslunnar, björg­un­ar­sveit­ir, sjúkra­lið og lög­regla hefðu þegar farið á staðinn.

Þegar björg­un­arlið kom á vett­vang sáust kaj­ak­arn­ir á hvolfi aust­an við ósinn. All­an tím­ann var síma­sam­band við ann­an mann­inn og þyrlu­áhafn­irn­ar sáu til mann­anna í brim­inu mun vest­ar. Það tókst að hífa ann­an mann­inn upp í aðra þyrluna og hinn síðar í hina þyrluna. Flogið var með mennina á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert