Nafn kajakræðarans sem lést

Morgunblaðið/Sverrir

Kajakræðarinn sem lést úti fyrir Þjórsárósum sl. laugardagskvöld hét Sigurður Birgir Baldvinsson.  Hann var 43 ára gamall og var til heimilis að Hólmaseli í Flóahreppi.  

Sigurður lætur eftir sig sambýliskonu, dóttur á fimmta ári og tvo syni sem eru 17 og 19 ára.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Lög­regl­unni á Suður­landi barst á laugardagskvöld til­kynn­ing um að tveir menn væru í vand­ræðum á kajök­um í brim­inu við ósinn. Þyrl­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar, björg­un­ar­sveit­ir, sjúkra­lið og lög­regla voru sendar á staðinn.

Þegar björg­un­arlið kom á vett­vang sáust kaj­ak­arn­ir á hvolfi aust­an við ósinn. Það tókst að hífa ann­an mann­inn upp í aðra þyrluna og hinn síðar í hina þyrluna. Flogið var með menn­ina á bráðamót­töku Land­spít­al­ans í Foss­vogi, þar sem Sigurður var úrskurðaður látinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert