Verksmiðjan greiði fyrir skaðann

Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík.
Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Það er sett niður verksmiðja en forsendur og lýsingin á áhrifunum eru ekki í samræmi við raunveruleikann. Þá er spurning hver eigi rétt á hreina loftinu, almenningur sem var þarna fyrir eða verksmiðjan?“ segir Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands. 

Frétt mbl.is: Yfir 200 kvarta vegna mengunar

Greint hefur verið frá því að yfir 200 kvart­an­ir hefðu borist Um­hverf­is­stofn­un á þeim þrem­ur vik­um sem hafa liðið frá því að United Silicon var heim­ilað að end­ur­ræsa ofn verk­smiðjunn­ar. Íbúar í ná­grenn­inu hefðu til að mynda fundið fyr­ir ert­ingu í önd­un­ar­vegi eft­ir að ofn­inn var ræst­ur. 

Ástandið er skólabókardæmi í hagfræði: Mengun af framleiðslu í verksmiðju sem rís nálægt byggð hefur neikvæð áhrif á velferð íbúa. Við vandamálinu eru nokkrar lausnir sem eru misgóðar eftir aðstæðum. Ríkisvaldið gæti stöðvað starfsemina, sett kvóta á framleitt magn, skattlagt framleiðsluna sérstaklega eða falið hluteigendum að semja sín á milli. 

„Í mínum huga er ekki spurning að verksmiðjan ætti að borga óþægindaálagið í formi hreinsunar eða þá að greiða skaðabætur. Það er augljóst að ef þetta verður viðvarandi ástand hefur það áhrif á húsnæðisverð í kring,“ segir Þórólfur.

Spurður hvort stöðvun á rekstri sé hagkvæm niðurstaða segir hann að það geti farið eftir ýmsu. „Það er reikningsdæmi. Ef það þyrfti að kaupa upp heilt hverfi á hálfvirði og borga fullt verð fyrir þá getur verið að það borgi sig að leggja niður verksmiðjuna.“

Aðkoma stjórnvalda nauðsynleg

Ein lausn við vanda af þessu tagi var sett fram af nóbelsverðlaunahafanum Ronald Coase árið 1960. Hann sagði að þegar eignarréttur væri vel skilgreindur og þegar viðskiptakostnaður væri nægilega lágur gætu hluteigendur samið sín á milli og komist að hagkvæmri niðurstöðu.

Þegar kenningin er heimfærð á ástandið á Reykjanesskaga þyrfti United Silicon fyrirtækið að greiða íbúum upphæð sem nemur skaðanum sem þeir verða fyrir. Hins vegar er ólíklegt að forsendurnar haldi í þessu tilviki vegna þess að erfitt er að skilgreina eignarrétt á andrúmslofti  og mikill kostnaður fælist í að samhæfa íbúa til að sækja rétt sinn. 

„Í fyrsta lagi er samhæfingarvandi vegna þess að það eru svo margir sem eiga hlut í máli. Í öðru lagi kemur óvissan inn. Það þarf að blanda stjórnvöldum inn í þetta vegna þess að þau geta sagt að þú þurfir líka að greiða ef eitthvað kemur fyrir í framtíðinni. Það gildir ekki um frjálsa samninga.“

Þórólfur Matthíasson á ráðstefnu um efnahagserfiðleika Grikklands.
Þórólfur Matthíasson á ráðstefnu um efnahagserfiðleika Grikklands. Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kannabismoldin á borði lögreglu

14:26 Lögreglan er búin að kanna vettvanginn á jörðinni Miðdal 1 við Nesjavallaleið þar sem mikið magn af kannabismold var skilið eftir ásamt umbúðum af áburði og vökvakerfi. Landeigandinn segir að ræktendurnir hefðu einnig skilið eftir sig vísbendingar sem lögregla geti nýtt til að hafa uppi á þeim. Meira »

Drep í húð eftir fitufrystingu

13:45 Engar reglur eða lög eru til um hver megi bjóða upp á fitufrystingu eða sprautun fylliefna undir húð. Formaður félags íslenskra lýtalækna, Halla Fróðadóttir, telur að þetta þurfi að endurskoða en í dag falla þessar meðferðir ekki undir heilbrigðisstarfsemi. Meira »

Skjálfti í Mýrdalsjökli

13:06 Skjálfti að stærð 3,2 með upptök við Austmannsbungu í Mýrdalsjökli mældist klukkan 22:18 í gærkvöldi. Fáeinir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Meira »

Leitinni að Begades hætt í bili

12:55 Leitinni að Georgíumanninum Nika Begades, sem er talinn af eftir að hafa fallið í Gullfoss á miðvikudag, er lokið. Búið er að kemba um 30 kílómetra í og meðfram Hvítá frá fossinum en leitin ekki borið árangur. Meira »

Kýldur ítrekað í andlitið

11:23 Karlmaður var kýldur ítrekað í andlitið fyrir utan veitingastað í miðborginni snemma í morgun.   Meira »

John Snorra gengur vel í vitlausu veðri

10:29 Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson er kominn í búðir tvö á fjallinu K2 ásamt fjórum öðrum en hann freistar þess að verða fyrsti Íslendingurinn til að ná á topp fjallsins sem er eitt það hættulegasta í heimi. Tæplega þriðjungur þeirra sem reyna við fjallið láta lífið við það. Meira »

Spá 25 stiga hita

07:37 Veðrið mun halda áfram að leika við Norðlendinga og nærsveitamenn í dag og spáir Veðurstofa Íslands allt að 25 stiga hita á norðaustanverðu landinu. Varað er við hvassviðri á norðanverðu Snæfellsnesi. Meira »

„Hjartans þakkir fyrir allt sem þið gerðuð“

08:19 Foreldrar Jennýjar Lilju, þriggja ára stúlku sem lést í slysi í október árið 2015, hafa fært Björgunarfélaginu Eyvindi öndunarvél og súrefnismettunarmæli að gjöf. Tækin eru ætluð til að hafa í bíl vettvangshóps björgunarfélagsins. Félagar í Eyvindi komu fyrstir að slysinu sem varð við sveitabæ í Biskupstungum. Meira »

Sagður hafa fallið fimm metra

06:16 Maður var fluttur á slysadeild Landspítalans í nótt eftir fall við Marteinslaug í Grafarholti. Lögreglunni barst tilkynning um málið rétt fyrir klukkan 2 í nótt og samkvæmt henni hafði maðurinn fallið fimm metra. Meira »

Tilkynnt um mann í sjónum við Granda

06:06 Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann sem hefði fallið í sjóinn við Grandagarð. Meira »

Handtekinn í brúðkaupi

05:58 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í brúðkaupsveislu í nótt.  Meira »

Fjölmenni í Ásbyrgi

Í gær, 23:15 „Menn endast hérna á meðan veðrið er gott,“ segir Guðmundur Ögmundsson þjóðgarðsvörður um tjaldsvæðið í Ásbyrgi en um 7-800 manns hafa lagt leið sína þangað til þess að tjalda í góða veðrinu. Meira »

John Snorri er lagður af stað

Í gær, 22:59 John Snorri Sigurjónsson er að leggja af stað í leiðangurinn á topp fjallsins K2 sem er talið eitt það hættulegasta í heimi. Takist honum ætlunarverkið verður hann fyrstur Íslendinga til að klífa fjallið. Aðeins 240 manns hafa komist á topp fjallsins og 29 prósent þeirra sem reyna það láta lífið. Meira »

Leitinni frestað um sinn

Í gær, 21:10 Áfram var leitað í dag að Georgíumanninum Nika Begades, sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Leitarsvæðið á ánni var stækkað til muna í dag og var leitað frá Laugarási og vel upp fyrir Brattholt. Meira »

Vinningsmiðinn seldur í Garðabæ

Í gær, 19:37 Einn hafði heppnina með sér þegar dregið var út í Lottó í kvöld, en sá miðahafi hafði fjórar réttar tölur auk bónustölunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Meira »

Smíðar báta fyrir fiskeldi

Í gær, 21:29 „Áhugi á fiskeldi er að aukast, það vantar báta sem eru fljótari í förum en tvíbytnurnar,“ segir Vilhjálmur B. Benediktsson, framkvæmdastjóri Pípulagningarþjónustu Vilhjálms og Axels og Bátasmiðjunnar Ránar á Djúpavogi. Meira »

Heimur kvikmynda er alþjóðlegur

Í gær, 21:00 Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson, eða Ragga eins og hún er alltaf kölluð, er búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum, þar sem hún starfar hjá hinum virta skóla New York Film Academy. Ragnhildur hefur tekið þátt í fjölda verkefna bæði erlendis sem og hér heima og var meðal annars ráðgjafi teymisins á bak við Simpson-þættina vinsælu þegar Íslandsþáttur þeirra var gerður. Meira »

Vinnuslys á Suðurlandi

Í gær, 19:26 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan sjö í kvöld til þess að sækja slasaðan mann á Suðurland, skammt frá Hrólfsstaðahelli og Leirubakka, sem lenti í vinnuslysi. Meira »
Til sölu,háþrýstidæla
Til sölu Black og Decker háþrýstidæla,65 bör 360l/klst.ónotuð Fullt af aukahlut...
flott kommóða rótar spónn simi 869-2798
er með flotta kommóðu spónlagpa og innlagða á 25,000 sími 869-2798 hæð 85x48x11...
Stálstólar nýklæddir - gæða stólar - sími 869-2798
Er með nokkra gæða íslenska stálstóla, þessa gömlu góðu á 12,500 kr, stykkið, N...
Tvær sumarhúsalóðir og tveir hlutar í flugskýli til sölu.
Til sölu í kjarrivöxnu landi í Haukadal á Rangárvöllum tveir hlutar í flugskýli ...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
AÐALFUNDUR Aðalfundur Ísfélags Vestmann...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...