Ekki sjálfgefið að fá uppreist æru

Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra.
Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert

Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir það ekki sjálfgefið að menn fái uppreist æru jafnvel þótt þeir uppfylli tiltekin lagaleg skilyrði.

Hún hefði tekið mál Roberts Downey, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarsson, til sérstakrar skoðunar hefði hún fengið það upp í hendurnar núna. Bjarni Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráðherra, var starf­andi dóms­málaráðherra þegar Downey óskaði eftir uppreist æru en Bjarni seg­ist ekki hafa átt aðkomu að mál­inu.

Sigríður kveðst vera með á borði sínu samskonar mál frá einstaklingi sem hefur afplánað dóm vegna kynferðisafbrots.

„Það liggur fyrir á mínu borði umsókn um uppreist æru frá einstaklingi sem hefur afplánað dóm vegna kynferðisafbrots sem ég hef látið liggja í einhvern tíma. Ég hef viljað skoða þessi mál heildstætt því mér finnst ekki sjálfgefið að allir fái uppreist æru jafnvel þótt þeir uppfylli tiltekin lagaleg skilyrði,“ segir hún í samtali við mbl.is.

Bundinn af áratugavenju

Sigríður tekur fram að ráðherra sé bundinn af áratugavenju sem hefur myndast í málum sem þessum og af ákveðnum jafnræðisreglum.

„Ég tel hins vegar að ráðherra sé ansi þröngur hvað þetta varðar. Hafi menn sannfæringu fyrir því að þessu þurfi að breyta held að það þurfi að koma til löggjafans í þessum efnum,“ segir hún og telur að Alþingi þyrfti þá að fjalla um málið og eftir atvikum breyta lagaákvæðum hvað uppreist æru varðar.

„Það má líka velta fyrir sér af hverju er verið að óska eftir uppreist æru. Mér sýnist það í mörgum tilvikum vera gert til að geta öðlast þau borgaralegu réttindi sem fólk hefur misst með dómi. Það kann að vera ákveðin leið að breyta þeim reglum. Frekar en að veita fólki uppreist æru yrði því veitt borgaraleg réttindi.“

Skilur sjónarmiðin

Að sögn Sigríðar sótti Robert Downey sjálfur um að fá uppreist æru hjá dómsmálaráðuneytinu, eins og lög kveða á um. Þar þarf meðal annars að skila nægilega mörgum meðmælendum og uppfylla ákveðinn tímafrest. Hún segir að ráðuneytið fái alla jafna stöðugan straum af slíkum umsóknum. Uppfylli menn skilyrðin hafi það verið þannig í „marga áratugi“ að menn fái uppreist æru.

Hún kveðst skilja vel það sjónarmið að Robert eigi ekki að fá að snúa aftur í starf sitt sem lögmaður eftir að hafa gerst sekur um kynferðisbrot. Hún nefnir að um lögmannsstörf gildi sérstakar reglur. Lögmenn missi réttindi sín brjóti þeir af sér.

„Það er skiljanlegt og ekki sjálfgefið að mínu mati að menn fái lögmannsréttindi aftur að tilteknum tíma liðnum. Þarna vegast á þau sjónarmið að mönnum sé ekki gert að taka út refsingu alla ævi. Ég held að Íslendingar vilji ekki hafa það öðruvísi en að þeirra refsingu sé lokið þegar þeir hafa afplánað dóm. Að mínu mati ber að hafa það í huga að menn fái ekki uppreist æru þar með,“ segir hún.

Sigríður bætir við að kynferðisafbrotamönnum séu settar skorður þegar kemur að starfsvettvangi eftir að þeir hafi afplánað dóma, meðal annars varðandi störf með börnum. „Það er líka sjónarmið að velta fyrir sér hvort það sé eðlilegt að menn taki til lögmannsstarfa aftur.“

mbl.is

Innlent »

Röðin minnkað frá því í morgun

12:39 Röðin fyrir utan söluskrifstofu Icelandair við innritunarborðin í flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur minnkað mikið frá því snemma í morgun. Meira »

Fara fram á lögbann á afhendingu gagna

12:11 Fyrirtækið Lagardère Travel Retail, sem rekur fimm veitingastaði á Keflavíkurflugvelli, hefur farið fram á að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu setji lögbann á afhendingu Isavia á gögnum í tengslum við forval um leigu á aðstöðu undir verslunar- og veitingarekstur í flugstöðinni árið 2014. Meira »

MAST undirbýr aðgerðir vegna riðu

12:05 Riðuveiki, sem hefur verið staðfest á búi í Svarfaðardal, er fyrsta tilfellið sem greinist á Norðurlandi eystra síðan 2009 en þá greindist riðuveiki á bænum Dæli í Svarfaðardal. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða. Meira »

Styrkumsóknirnar aldrei áður svo margar

11:31 Miðstöð íslenskra bókmennta bárust 30% fleiri umsóknir um styrki til þýðinga á íslensku í ár en í fyrra.  Meira »

Krafan komin „verulega frá“ 20%

11:25 Formaður Flugvirkjafélags Íslands segir kröfu um 20% launahækkun flugvirkja hjá Icelandair hafa kannski verið lagða fram „á einhverjum tímapunkti fyrir langalöngu“. „Hún hljóðaði einhvers staðar þar um kring en hún er komin verulega frá því,“ segir Óskar Einarsson. Meira »

Þyrla send vegna slasaðs sjómanns

11:10 Þyrla Landhelgisgæslunnar var í nótt send til Vestmannaeyja til að sækja sjómann sem hafði slasast um borð í fiskiskipi undan suðurströnd landsins. Skipið sigldi til Vestmannaeyja þar sem læknir á staðnum, í samráði við þyrlulækni Landhelgisgæslunnar, taldi réttast að flytja manninn til Reykjavíkur. Meira »

Sló Sanitu með flöskum og slökkvitæki

10:42 Erlendur karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir manndráp á Sanitu Brauna á Hagamel fimmtudaginn 21. september. Í ákæru málsins kemur fram að maðurinn hafi slegið Sanitu ítrekað í andlit og höfuð með tveimur til þremur glerflöskum og slökkvitæki sem var tæplega 10 kíló. Meira »

Ekki bjartsýnn að verkfallið leysist í bráð

10:55 Miðað við það hvernig verkfall flugvirkja Icelandair hefur þróast er Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, ekki bjartsýnn á að það leysist í bráð. Þetta segir hann í samtali við mbl.is. Verkfall flugvirkjar hófst klukkan sex í gærmorgun og hefur þegar haft áhrif á þúsundir farþega. Meira »

Fluttir á slysadeild með höfuðáverka

10:02 Tveir hafa verið fluttir á slysadeild á Akureyri í morgun með áverka á höfði eftir hálkuslys. Tíu stiga hiti er á Akureyri og fljúgandi hálka, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Meira »

Heyrir í deiluaðilum eftir hádegi

09:49 Magnús Jónsson aðstoðarríkissáttasemjari ætlar að vera í sambandi við deiluaðila í kjaraviðræðum Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair eftir hádegi í dag vegna áframhaldandi fundahalda. Meira »

Dæla vatni á Facebook

09:34 Jólasveinninn Hurðaskellir er meðal þeirra jólasveina sem hafa kosið að kaupa gjafir sínar í vefverslun UNICEF, í stað þess að fylgja ráðleggingum jólagjafaráðs jólasveinanna. Meira »

Sveinn Gestur dæmdur í 6 ára fangelsi

09:32 Sveinn Gestur Tryggvason var í dag dæmdur í 6 ára fangelsi í tengslum við dauða Arnars Jónssonar Aspar sem lést eftir líkamsárás sem hann varð fyrir í Mosfellsdal í júní. Dregst gæsluvarðhald Sveins Gests frá brotadegi frá fangelsisdóminum. Meira »

Alexander og Emilía vinsælust

09:22 Alexander var vinsælasta eiginnafn nýfæddra drengja árið 2016 og þar á eftir Aron og Mikael. Emilía var vinsælasta stúlkunafnið en þar á eftir Emma og Elísabet. Flestir eiga afmæli 27. ágúst en fæstir á hlaupársdag, jóladag og gamlársdag. Meira »

Dómur í Mosfellsdalsmálinu í dag

08:16 Dómur verður kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni í dag, en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás, en ekki manndráp, í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar. Arnar lést í kjölfar árásarinnar sem átti sér stað fyrir utan heimili hans í Mosfellsdal 7. júní. Meira »

Röð byrjuð að myndast á vellinum

07:55 Biðröð er byrjuð að myndast fyrir utan söluskrifstofu Icelandair við innritunarborðin í flugstöð Leifs Eiríkssonar, segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Upp úr viðræðum flugvirkja og Icelandair slitnaði um fjögurleytið í nótt og ekki hefur verið boðað til nýs fundar milli deiluaðila. Meira »

Leika Mozart við kertaljós í 25. sinn

08:18 Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin.   Meira »

Stuttnefjur stráfelldar við Grænland

07:57 Íslenskar stuttnefjur hafa verið veiddar í stórum stíl við Vestur-Grænland á veturna. Stuttnefja er svartfugl og mjög lík langvíu í útliti, en með styttri gogg eins og nafnið bendir til. Meira »

Flaug eins og herforingi á Stórhöfða

07:37 „Þetta er fallegasti fálki sem ég hef nokkru sinni séð; vel haldinn og fallega hvítur. Var greinilega frelsinu feginn þegar hann blakaði vængjum og stefndi suður á Stórhöfða,“ segir Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

VW TOUAREG
VW TOUAREG ÁRG. 2004, GYLLTUR, TVEIR EIGENDUR, LJÓST LEÐUR, V8 SJÁLFSK., EK. 142...
Vefverslun með ljósmyndavörur
Vefverslun ljosmyndari.is Sendum frítt um land allt. Við erum með gott úv...
 
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Tillaga
Tilkynningar
Tillaga að matslýsingu Í samræmi við l...