Ekki sjálfgefið að fá uppreist æru

Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra.
Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert

Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir það ekki sjálfgefið að menn fái uppreist æru jafnvel þótt þeir uppfylli tiltekin lagaleg skilyrði.

Frétt mbl.is: Dæmdur kynferðisafbrotamaður fær réttindi

Hún hefði tekið mál Roberts Downey, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarsson, til sérstakrar skoðunar hefði hún fengið það upp í hendurnar núna. Bjarni Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráðherra, var starf­andi dóms­málaráðherra þegar Downey óskaði eftir uppreist æru en Bjarni seg­ist ekki hafa átt aðkomu að mál­inu.

Frétt mbl.is: Lögin uppreist æru ekki ný 

Sigríður kveðst vera með á borði sínu samskonar mál frá einstaklingi sem hefur afplánað dóm vegna kynferðisafbrots.

„Það liggur fyrir á mínu borði umsókn um uppreist æru frá einstaklingi sem hefur afplánað dóm vegna kynferðisafbrots sem ég hef látið liggja í einhvern tíma. Ég hef viljað skoða þessi mál heildstætt því mér finnst ekki sjálfgefið að allir fái uppreist æru jafnvel þótt þeir uppfylli tiltekin lagaleg skilyrði,“ segir hún í samtali við mbl.is.

Bundinn af áratugavenju

Sigríður tekur fram að ráðherra sé bundinn af áratugavenju sem hefur myndast í málum sem þessum og af ákveðnum jafnræðisreglum.

„Ég tel hins vegar að ráðherra sé ansi þröngur hvað þetta varðar. Hafi menn sannfæringu fyrir því að þessu þurfi að breyta held að það þurfi að koma til löggjafans í þessum efnum,“ segir hún og telur að Alþingi þyrfti þá að fjalla um málið og eftir atvikum breyta lagaákvæðum hvað uppreist æru varðar.

„Það má líka velta fyrir sér af hverju er verið að óska eftir uppreist æru. Mér sýnist það í mörgum tilvikum vera gert til að geta öðlast þau borgaralegu réttindi sem fólk hefur misst með dómi. Það kann að vera ákveðin leið að breyta þeim reglum. Frekar en að veita fólki uppreist æru yrði því veitt borgaraleg réttindi.“

Skilur sjónarmiðin

Að sögn Sigríðar sótti Robert Downey sjálfur um að fá uppreist æru hjá dómsmálaráðuneytinu, eins og lög kveða á um. Þar þarf meðal annars að skila nægilega mörgum meðmælendum og uppfylla ákveðinn tímafrest. Hún segir að ráðuneytið fái alla jafna stöðugan straum af slíkum umsóknum. Uppfylli menn skilyrðin hafi það verið þannig í „marga áratugi“ að menn fái uppreist æru.

Hún kveðst skilja vel það sjónarmið að Robert eigi ekki að fá að snúa aftur í starf sitt sem lögmaður eftir að hafa gerst sekur um kynferðisbrot. Hún nefnir að um lögmannsstörf gildi sérstakar reglur. Lögmenn missi réttindi sín brjóti þeir af sér.

„Það er skiljanlegt og ekki sjálfgefið að mínu mati að menn fái lögmannsréttindi aftur að tilteknum tíma liðnum. Þarna vegast á þau sjónarmið að mönnum sé ekki gert að taka út refsingu alla ævi. Ég held að Íslendingar vilji ekki hafa það öðruvísi en að þeirra refsingu sé lokið þegar þeir hafa afplánað dóm. Að mínu mati ber að hafa það í huga að menn fái ekki uppreist æru þar með,“ segir hún.

Sigríður bætir við að kynferðisafbrotamönnum séu settar skorður þegar kemur að starfsvettvangi eftir að þeir hafi afplánað dóma, meðal annars varðandi störf með börnum. „Það er líka sjónarmið að velta fyrir sér hvort það sé eðlilegt að menn taki til lögmannsstarfa aftur.“

mbl.is

Innlent »

Áhuginn mun aukast mikið

22:54 „Þetta eru frábær kaup, mér líst alveg ljómandi vel á þetta,“ segir Magnús Steindórsson, Eyjamaður og stuðningsmaður Everton, um kaup enska knattspyrnufélagsins Everton á landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. Meira »

Hlustendur verða hluti af verkinu

21:30 Ingibjörg Friðriksdóttir, tónskáld, söngkona og hljóðlistakona, hefur lengi fengist við tónsmíðar og listsköpun. Hún útskrifaðist frá Mills College í Bandaríkjunum og er útskriftarverkefni hennar til sýnis í Hörpu fram yfir Menninganótt. Í verkinu sameinar Ingibjörg ástríðu sína fyrir tónlist og listsköpun, en allir þeir sem koma og upplifa verk hennar verða ósjálfrátt hluti af því. Meira »

Fjölskyldur sameinast á Dönskum dögum

20:55 Bæjarhátíðin Danskir dagar í Stykkishólmi fer fram í 23. sinn um helgina þar sem fjölskyldur koma saman og njóta fjölbreyttrar dagskrár með dönskum blæ. Meira »

„Geirvörtusmyrsl og vasilín á hæla“

20:42 „Ef ég get hlaupið 21 kílómetra þá geta allir hlaupið. Það er engin afsökun,“ segir grínistinn Steindi Jr. Hann kveðst ekki vera mikill hlaupari en ætlar að hlaupa 21 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu Meira »

Hleypur kasólétt í Reykjavíkurmaraþoninu

20:35 „Við ætlum að fara saman, ég og Nían,“ segir Kolbrún Ýr Einarsdóttir, sem tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu, kasólétt. Kolbrún hleypur fyrir Neistann, styrktarfélag hjartaveikra barna, í minningu sonar síns Rökkva Þórs Sigurðssonar, sem lést aðeins sjö vikna gamall. Meira »

Dagskráin endurspeglar listalíf bæjarins

20:15 Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar fer fram í Hveragerði nú um helgina með fjölbreyttum tónlistarviðburðum og áhugaverðum listviðburðum ásamt því sem Kjörís býður gestum og gangandi upp á furðulegar ístegundir. Meira »

Þarf að komast á hreint sem fyrst

18:33 Borgarfulltrúinn Marta Guðjónsdóttir kveðst hafa hugleitt að gefa kost á sér í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Eins og áður hefur komið fram hyggst núverandi oddviti, Halldór Halldórsson, stíga til hliðar að loknu yfirstandandi kjörtímabili. Meira »

Íslendingar heilir á húfi

18:53 Engar tilkynningar hafa borist utanríkisráðuneytinu um að Íslendingar séu á meðal þeirra sem létust eða urðu fyrir meiðslum vegna hryðjuverksins í Barcelona á Spáni þar sem sendiferðabifreið var ekið á hóp gangandi vegfarenda á Römblunni með þeim afleiðingum að 13 létu lífið og að minnsta kosti 50 urðu fyrir meiðslum en gatan er vinsæl meðal ferðamanna og heimamanna. Meira »

Tjáir sig ekki um ráðningu borgarlögmanns

18:32 Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður vill ekkert tjá sig um ráðningu borgarlögmanns. Ebba Schram hæsta­rétt­ar­lögmaður var ráðin borgarlögmaður í síðustu viku en hún og Ástráður sóttu tvö ein um stöðuna. Meira »

Drónaflug bannað á Ljósanótt

17:52 Lögreglan á Suðurnesjum og Öryggisnefnd Ljósanætur hafa bannað flug dróna á og yfir hátíðarsvæði Ljósanætur sem haldin verður í Reykjanesbæ helgina 31. ágúst til 3. september. Meira »

Fjarðarheiði hefur verið opnuð

17:21 Vegurinn um Fjarðarheiði hefur verið opnaður aftur samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni en honum var lokað tímabundið fyrr í dag vegna umferðarslyss. Meira »

Fjarðarheiði lokað vegna óhapps

16:09 Fjarðarheiði milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er lokuð vegna umferðaróhapps sem varð efst á heiðinni. Mikil þoka er á svæðinu en lítil eða engin slys urðu á fólki. Meira »

Biðja Íslendinga um að láta vita af sér

16:05 Utanríkisráðuneytið biður Íslendinga sem eru á svæðinu í kringum Römbluna og Plaça Catalunya í Barcelona, þar sem sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur fyrir stuttu, að vera vel vakandi yfir tilmælum yfirvalda á staðnum. Meira »

Björgun flytur í Gunnunes

15:26 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Lárus Dagur Pálsson, framkvæmdastjóri Björgunar, skrifa á morgun undir viljayfirlýsingu um að Björgun flytji athafnasvæði sitt í Gunnunes, sem er á sunnanverðu Álfsnesi. Meira »

Vilja stöðva rekstur kísilverksmiðjunnar

15:22 Bæjarráð Reykjanesbæjar telur nauðsynlegt að rekstur Kísilmálverksmiðju United Silicon verði stöðvaður hið fyrsta, að minnsta á meðan unnið er að nauðsynlegum úrbótum. Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs í dag. Meira »

Neytendasamtökin boða félagsfund

15:42 Stjórn Neytendasamtakanna hefur boðað til félagsfundar klukkan 17 í dag, fimmtudaginn 17. ágúst. Þar verður farið yfir stöðu mála og leitað eftir aðstoð og tillögum frá félagsmönnum að því er fram kemur í frétt á vef samtakanna. Meira »

98% telja barni sínu líða vel í leikskóla

15:22 Nýleg könnun meðal foreldra leikskólabarna sýnir að 98% foreldra telja að barninu þeirra líði vel í leikskólastarfinu og að barnið þeirra sé þar öruggt. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Meira »

Ekki formannsins að segja sína skoðun

15:03 Formaður Samfylkingarinnar segist enn vera að melta þá hugmynd sem upp er komin innan Samfylkingarinnar að flokkurinn breyti um nafn. Hann er ekki viss um að það sé hlutverk formanns að rjúka til og segja sína skoðun. Meira »
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Húsbíll til sölu
Ford Transit Rimor húsbíll. Nýskr 05.2008. Ekinn 84 þús. 5 gíra. Eyðslugrann...
GLERFILMUR
Glerfilmur, gluggafilmur, sand& sólarfilma. Merkismenn, sími 544- 2030 www.merk...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...