Ekki sjálfgefið að fá uppreist æru

Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra.
Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert

Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir það ekki sjálfgefið að menn fái uppreist æru jafnvel þótt þeir uppfylli tiltekin lagaleg skilyrði.

Hún hefði tekið mál Roberts Downey, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarsson, til sérstakrar skoðunar hefði hún fengið það upp í hendurnar núna. Bjarni Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráðherra, var starf­andi dóms­málaráðherra þegar Downey óskaði eftir uppreist æru en Bjarni seg­ist ekki hafa átt aðkomu að mál­inu.

Sigríður kveðst vera með á borði sínu samskonar mál frá einstaklingi sem hefur afplánað dóm vegna kynferðisafbrots.

„Það liggur fyrir á mínu borði umsókn um uppreist æru frá einstaklingi sem hefur afplánað dóm vegna kynferðisafbrots sem ég hef látið liggja í einhvern tíma. Ég hef viljað skoða þessi mál heildstætt því mér finnst ekki sjálfgefið að allir fái uppreist æru jafnvel þótt þeir uppfylli tiltekin lagaleg skilyrði,“ segir hún í samtali við mbl.is.

Bundinn af áratugavenju

Sigríður tekur fram að ráðherra sé bundinn af áratugavenju sem hefur myndast í málum sem þessum og af ákveðnum jafnræðisreglum.

„Ég tel hins vegar að ráðherra sé ansi þröngur hvað þetta varðar. Hafi menn sannfæringu fyrir því að þessu þurfi að breyta held að það þurfi að koma til löggjafans í þessum efnum,“ segir hún og telur að Alþingi þyrfti þá að fjalla um málið og eftir atvikum breyta lagaákvæðum hvað uppreist æru varðar.

„Það má líka velta fyrir sér af hverju er verið að óska eftir uppreist æru. Mér sýnist það í mörgum tilvikum vera gert til að geta öðlast þau borgaralegu réttindi sem fólk hefur misst með dómi. Það kann að vera ákveðin leið að breyta þeim reglum. Frekar en að veita fólki uppreist æru yrði því veitt borgaraleg réttindi.“

Skilur sjónarmiðin

Að sögn Sigríðar sótti Robert Downey sjálfur um að fá uppreist æru hjá dómsmálaráðuneytinu, eins og lög kveða á um. Þar þarf meðal annars að skila nægilega mörgum meðmælendum og uppfylla ákveðinn tímafrest. Hún segir að ráðuneytið fái alla jafna stöðugan straum af slíkum umsóknum. Uppfylli menn skilyrðin hafi það verið þannig í „marga áratugi“ að menn fái uppreist æru.

Hún kveðst skilja vel það sjónarmið að Robert eigi ekki að fá að snúa aftur í starf sitt sem lögmaður eftir að hafa gerst sekur um kynferðisbrot. Hún nefnir að um lögmannsstörf gildi sérstakar reglur. Lögmenn missi réttindi sín brjóti þeir af sér.

„Það er skiljanlegt og ekki sjálfgefið að mínu mati að menn fái lögmannsréttindi aftur að tilteknum tíma liðnum. Þarna vegast á þau sjónarmið að mönnum sé ekki gert að taka út refsingu alla ævi. Ég held að Íslendingar vilji ekki hafa það öðruvísi en að þeirra refsingu sé lokið þegar þeir hafa afplánað dóm. Að mínu mati ber að hafa það í huga að menn fái ekki uppreist æru þar með,“ segir hún.

Sigríður bætir við að kynferðisafbrotamönnum séu settar skorður þegar kemur að starfsvettvangi eftir að þeir hafi afplánað dóma, meðal annars varðandi störf með börnum. „Það er líka sjónarmið að velta fyrir sér hvort það sé eðlilegt að menn taki til lögmannsstarfa aftur.“

mbl.is

Innlent »

Óánægðari með ferðina til Íslands

12:03 Ferðamenn sem sækja Ísland heim eru óánægðari með ferðina í sumar miðað við sumarið á undan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gallup. Meira »

Skýrsla um áfellisdóma yfir ríkinu

11:59 Íslenskir dómstólar hafa stundum vanrækt að taka afstöðu til þess hvort þau málefni sem fjölmiðlar fjalla um eiga erindi við almenning eða ekki. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands um dóma Mannréttindadómstóls Evrópu um tjáningarfrelsi. Meira »

Felldar niður vegna flóðastöðu

10:59 Ferðir Herjólfs frá Vestmannaeyjum klukkan 11 og frá Landeyjahöfn klukkan 12.45 hafa verið felldar niður vegna flóðastöðu.  Meira »

„Forsíðan er svert í mótmælaskyni“

10:50 „Þarna er ekki aðeins vegið að tjáningarfrelsinu, grafið undan stöðu frjálsra fjölmiðla og rannsóknarblaðamennsku, heldur er verið að beita valdi til að koma í veg fyrir að fólk fái upplýsingar sem það á rétt á,“ segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar. Meira »

Færri búa í leiguhúsnæði

10:45 Þeim Íslendingum sem búa í leiguhúsnæði hefur fækkað um 3,5% á síðastliðnum 12 mánuðum. Á móti hefur þeim sem búa í foreldrahúsum fjölgað um tæp 2 prósentustig. Meira »

„Eru umtalsverðar upphæðir“

10:45 Öllum farþegum flugfélagsins Air Berlin, sem áttu bókað flug með vél félagsins sem var kyrrsett í Keflavík, var boðin ferð með annarri vél félagsins sem var á leið til sama lands og kyrrsetta vélin. Meira »

Áfram tekist á um dómara í Stím-máli

10:09 Héraðsdómur hafnaði í dag kröfu verjenda í Stím-málinu svokallaða um að Hrefna Sigríður Briem, sérfróður meðdómari í málinu myndi víkja. Áður hafði Hæstiréttur hafnað kröfu um að dómsformaðurinn Símon Sigvaldason myndi víkja. Verjendur í málinu ætla allir að kæra úrskurðinn. Meira »

Grátbiðja um að fá að vera hér áfram

10:12 „Við viljum bara búa á Íslandi,“ segir Nasr Mohammed Rahim. Blaðamaður hittir hann, eiginkonu hans, Sobo Anwar Hasan, og ungt barn þeirra í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem þau dvelja. Dvölinni lýkur þó eftir nokkra daga en umsókn þeirra um hæli á Íslandi var endanlega hafnað fyrir tveimur vikum. Meira »

Neyðarákall vegna barna rohingja

09:53 UNICEF sendir frá sér alþjóðlegt neyðarákall vegna gríðarlegrar neyðar barna rohingja sem hafa þurft að flýja ofbeldisöldu í Mjanmar yfir til Bangladess síðustu vikur. Síðan 25. ágúst hafa meira en 528.000 rohingjar flúið hræðilegt ofbeldi, þar af 58% börn. Meira »

Boðflennur á fundi sjálfstæðismanna

09:17 „Ég var sérstaklega ungur í anda þarna í gærkvöldi,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem í gær hélt erindi á kvöldi á vegum Ungra sjálfstæðismanna um veip, eða rafrettur. Meira »

Umhverfisþing hafið í Hörpu

09:14 Umhverfisþing hófst í Hörpu í morgun með ávarpi Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra. Það er haldið samkvæmt ákvæðum náttúruverndarlaga og að þessu sinni verða loftslagsmál meginefni þingsins. Meira »

Lokahnykkur hafnarframkvæmda

08:18 Verktakar eru að leggja lokahönd á nýtt athafna- og geymslusvæði við Húsavíkurhöfn. Er þetta lokahnykkurinn í miklum framkvæmdum sem ráðist er í vegna iðnaðaruppbyggingar á Bakka. Meira »

Hafa þrek og þor í verkefnin

08:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins segir að kosningarnar í haust muni meðal annars snúast um að leysa húsnæðisvandann, einkum hjá ungu fólki sem komist ekki út úr foreldrahúsum eða af leigumarkaði vegna þess að það eigi ekki fyrir útborguninni. Meira »

Herjólfur stefnir til Landeyjahafnar

07:28 Herjólfur stefnir til Landeyjahafnar í dag en óvissa er með ferðir skipsins til og frá höfninni klukkan 11 og 12.45 vegna flóðastöðu. Meira »

Svört forsíða Stundarinnar

07:03 Forsíða nýjasta tölublaðs Stundarinnar er með óvenjulegu sniði í dag en hún er svört. Ástæðan er væntanlega lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu gegn fréttaflutningi Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum úr gamla Glitni. Meira »

Boða aðgerðir í kynferðisbrotamálum

07:37 Samráðshópur um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins leggur til víðtækar aðgerðir í lokadrögum að aðgerðaáætlun sem skilað hefur verið til dómsmálaráðherra, Sigríðar Andersen. Meira »

Grunaðir um ölvunar- og fíkniefnaakstur

07:14 Bifreið var stöðvuð í Hraunbæ um hálfeittleytið í nótt. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.  Meira »

Tæpar 5 milljónir fyrir kynningarrit

06:41 Reykjavíkurborg greiddi 4,8 milljónir króna fyrir kynningarrit um húsnæðismál og uppbyggingu í borginni sem var dreift í hús í vikunni. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Yamaha Fz1-S árg 2008. 1000cc. 150 hö
Skemmtilegt hjól með þægilega ásetu. Afar vel með farið. Er á óslitnum Michelin ...
Fornhjól til sölu
Súkka 81 Gs 1000 L til sölu frábært hjól ekið aðeins 13000. m eð ca 20,000 km e...
 
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Uppboð á ökutökjum
Uppboð
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Haf...