Hleðsluvagn rakst utan í flugvél

Farþegar bíða átekta í Miami.
Farþegar bíða átekta í Miami.

Einhver seinkun verður á því að flugvél Wow air komi frá Miami til Keflavíkur en samkvæmt áætlun átti vélin að lenda í Keflavík rúmlega 4 í nótt. Hleðsluvagn rakst utan í vélina á flugvellinum í Miami og unnið er að viðgerð.

„Hleðsluvagn rakst utan í vélina. Það hafði þær afleiðingar að hún skemmdist lítillega og það er verið að vinna að því hörðum höndum að laga hana,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow air, í samtali við mbl.is.

Hún staðfestir að einhver seinkun verði því á komunni til landsins en farþegar verði upplýstir um stöðu mála. „Farþegarnir munu fá upplýsingar með tölvupósti og SMS-skilaboðum um stöðu mála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert