Brottvísun frestað í máli Haniye

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir útlendingalöggjöfina vera í stöðugri endurskoðun.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir útlendingalöggjöfina vera í stöðugri endurskoðun. mbl.is/Eggert

Brottvísun afgönsku feðginanna, Abra­him og Hanyie Maleki, verður væntanlega frestað frameftir septembermánuði. Þetta segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í samtali við mbl.is. Greint var frá því í gær að embætti rík­is­lög­reglu­stjóra hefði farið þess á leit við Útlend­inga­stofn­un að brott­vís­un yrði frestað og segir ráðherra það gert af því að málsaðilar séu að nýta sér lögbundna heimild í lögum til að óska eftir frestun.

„Nú er verið að nýta síðasta úrræðið í málinu, sem er sjálfsagt að menn nýti sér, og það er að óska eftir frestun í því augnamiði að bera málið mögulega undir dómstóla,“ segir Sigríður. „Þessari tilteknu brottvísun verður því frestað eitthvað fram eftir september til að gefa kærunefndinni kost á að skoða þetta miðað við þær upplýsingar sem ég hef fengið. Þetta er allt lögum samkvæmt og ágætt að menn fái þá færi á að skoða málið betur.“

Frétt mbl.is: Brottvísun feðgina hugsanlega frestað

Þarf að skýra og skerpa útlendingalöggjöfina

Greint var frá því í gær að þingflokkur Bjartrar framtíðar hyggist leggja fram frumvarp um breytingu á ítlendingalöggjöfinni sem snúi fyrst og fremst að stöðu barna og fólks í viðkvæmri stöðu.

„Ég hef alltaf sagt við þingmenn sem eru í þeirri stöðu að telja brotalöm á löggjöf að þeim sé í sjálfsvald sett að leggja fram frumvörp ef þeir telja það málinu til framdráttar, en ég hef líka boðið þeim að koma að máli við mig um breytingar á hvaða lögum sem er,“ segir Sigríður.

þær Mary 8 ára og Haniye 11 ára verða að ...
þær Mary 8 ára og Haniye 11 ára verða að óbreyttu sendar úr landi. Samsett mynd

Þetta eigi við um útlendingalöggjöfina eins og önnur lög. Löggjöfin sé nýsamþykkt en það liggi fyrir að hún hafi verið í stöðugri endurskoðun. „Menn hafa rekið sig á í framkvæmd að það þarf að skýra og skerpa á löggjöfinni og ég hef upplýst þingmenn um að sú vinna sé í gangi.“ Sigríður kveðst munu leggja fram breytingar á útlendingalöggjöfinni á næstu vikum og hún hafi hvatt menn til að koma til sín  ábendingum vegna þessa. „Hvort að ég geti fallist á þær tillögur og gert að mínum og ríkisstjórnarinnar á eftir að koma í ljós.“

Tilfinningalega erfitt fyrir marga þingmenn

Sigríður segir nokkra þingmenn hafa sett sig í samband við sig vegna máls þeirra Haniye og nígerísku stúlkunnar Mary og fjölskyldu hennar. „Ég heyri að þetta er tilfinningalega mjög erfitt fyrir marga þingmenn, en ég heyri samt líka á þeim að þeir átta sig alveg á því hvernig löggjöfin er og þeir átta sig á þeim sjónarmiðum sem þurfa að gilda hérna í stjórnsýslunni um jafnræði aðila. Þeir þingmenn sem ég hef rætt við hafa heldur ekki verið þeirrar skoðunar að það eigi að afgreiða mál einstaklinga inni á þinginu.“ Sigríður hefur sjálf tjáð sig um að hún telji ekki gæfulegt ef stjórnsýslan færist inn á borð löggjafans.

Spurð hvort hún telji ástæðu til að skerpa eitthvað á löggjöfinni út frá málum þeirra Haniye og Mary, segir Sigríður:  „Það eru alveg örugglega eitthvað sem er ástæða til að skerpa á varðandi þessi mál almennt í framtíðinni.“

Því sé hins vegar fjarri að mál eins og þessi séu afgreidd með vélrænum hætti. „Svo nefnd Dyflinarmál hafa til dæmis verið færð í efnismeðferð hér á landi og það er gert eingöngu með hliðsjón af því að um er að ræða börn eða einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Það kann að vera að það þurfi að skerpa á einhverjum skilgreiningum til að hjálpa stjórnsýslunni að geta lagt fyrr mat á stöðu manna,“ útskýrir hún.

„Við eigum líka stöðugt samtal við Útlendingastofnun og fylgjumst með hvernig kærunefndin túlkar úrskurði og ákvarðanir Útlendingastofnunar. Það verður að vera trúverðugleiki í afgreiðslu allra mála. Það er hins vegar eðlilegt að verið sé að skerpa á svo umfangsmikilli löggjöf, en það þarf að gera það eftir leiðum réttarríkisins og þá er til ýmissa sjónarhorna að líta.“

mbl.is

Innlent »

Ný meðferðarstöð SÁÁ er bylting

09:40 Ný meðferðarstöð SÁÁ í Vík á Kjalarnesi mun gjörbylta aðstöðu til áfengis- og vímuefnameðferðar hér á landi. Nýja aðstaðan gefur skjólstæðingum samtakanna mun meira persónulegt rými en áður hefur verið í boði. mbl.is fékk að kíkja á húsnæðið sem er óðum að verða tilbúið. Meira »

Kokkur ársins krýndur í Hörpu

08:40 Hafsteinn Ólafsson, matreiðslumaður á Sumac Grill + Drinks, hlaut í gærkvöldi hinn eftirsótta titil Kokkur ársins 2017 eftir harða baráttu, en naumt var á munum á milli efstu manna. Keppnin fór fram fyrir fullum sal í Hörpu þar sem fjöldi gesta fylgdist með kokkunum töfra fram keppnismáltíðina. Meira »

Hvasst og vætusamt veður

08:18 Spáð er stormi á miðhálendinu, en einnig við norðausturströndina um tíma í dag og við suðurströndina annað kvöld. Búast má við mikilli rigningu á Suðausturlandi og á Austfjörðum fram eftir degi, en dregur síðan úr vætunni. Meira »

Handtekinn vegna heimilisofbeldis

07:18 Um klukkan hálffimm í nótt fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um heimilisofbeldi. Meintur gerandi var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Hann verður yfirheyrður síðar í dag. Meira »

Stakk af eftir umferðarslys

07:13 Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um umferðarslys í miðborginni, en um að var ræða árekstur tveggja bíla og ók ökumaður annars bílsins af vettvangi. Hann var hins vegar stöðvaður skömmu síðar, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Meira »

Heppin að vera heil á húfi

Í gær, 22:44 „Við erum í rauninni heppin, við erum heil á húfi,“ segir Signý Bergsdóttir sem býr í Mexí­kó­borg ásamt eiginmanni sínum og syni. Fjölskyldan þurfti að yfirgefa heimili sitt í kjölfar járðskjálftans og halda nú til hjá ættingja. Meira »

10 vikna kvikmyndanámskeið í Hinu húsinu

Í gær, 20:56 Námskeið í kvikmyndagerð og vídeólist fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára fer af stað í sjötta sinn hér á landi þann 28. september. Námskeiðið stendur í 10 vikur og er haldið í Hinu húsinu og er á vegum Lee Lynch og Þorbjargar Jónsdóttur, sem saman stofnuðu Teenage Wasteland of the Arts úti í Los Angeles þar sem þau bjuggu um árabil. Meira »

Heil öld í starfi hjá Hrafnistu

Í gær, 22:18 Mikil gleði ríkti á Björtuloftum í Hörpu í gærkvöldi þegar Hrafnistuheimilin heiðruðu 43 starfsmenn sem unnið hafa 25 ár eða lengur hjá heimilunum. Slíkar heiðranir fara fram á þriggja ára fresti. Tveir starfsmenn, Þórdís Hreggviðsdóttir og Guðlaug Sigurbjörnsdóttir, eiga samanlagt 100 ára starfsafmæli. Meira »

Kleif öll hæstu fjöll heims á 9 ára tímabili

Í gær, 20:52 Spænska fjallgöngukonan Edurne Pasaban hlaut í dag Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar við hátíðlega athöfn á Húsavík. Fjallgöngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir afhenti Padaban verðlaunin. Meira »

Mátti búast við ofbeldi ef hún var sýnileg

Í gær, 20:51 „Ef að ég var sýnileg í vinnunni minni þá vissi ég að þegar ég kom heim að kvöldi þá mátti ég búast við hverju sem var. Þetta fór að hafa áhrif, ekki bara á mitt sjálfstraust og mína tilveru, heldur líka á starfið mitt. Ég fór að hætta að vera í mynd og fór að lesa texta.“ Meira »

„Ég er Reykvíkingur og Íslendingur“

Í gær, 20:15 Lina Ashouri er tannlæknir frá Sýrlandi. Hún kom hingað sem flóttamaður ásamt sonum sínum en eiginmaður hennar lést á flóttanum. Hún vildi komast til lands þar sem drengirnir gætu gengið menntaveginn og hún unnið við sitt fag. Ísland hefur tekið vel á móti þeim. „Ég er Reykvíkingur og Íslendingur.“ Meira »

Andúð og fordómar ýta undir frekari brot

Í gær, 19:57 Brotalamir eru á betrun fanga á Íslandi. Mannekla, fjárskortur og samfélagið sjálft eru hindranirnar.  Meira »

Vann tæpar 24 milljónir króna í Lottó

Í gær, 19:52 Einn heppinn Lottóspilari var með allar tölur réttar í Lottó útdrætti vikunnar og er orðinn 23,8 milljónum króna ríkari. Lukku-Lottómiðann sinn keypti hann í 10-11 við Suðurfell í Reykjavík. Þá var einnig einn miðaeigandi með bónusvinninginn. Meira »

„Útmálaður mesti hrokagikkur landsins“

Í gær, 19:35 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það mikinn misskilning að þeir sem hæst hafa látið í málum tengdum uppreist æru sé meira annt um brotaþola og aðstandendur þeirra en öðrum. Hann segir það einfaldlega mikilvægt hjá sumum að þyrla upp moldviðri til að koma pólitísku höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Meira »

Fólk úr öðrum flokkum meðal frambjóðenda

Í gær, 18:14 Samvinnuflokkurinn, ný stjórnmálahreyfing sem skilgreinir sig frá miðju til hægri á hinum pólitíska skala, stefnir á að bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Meðal frambjóðenda flokksins verða fyrrverandi, og hugsanlega núverandi þingmenn annarra stjórnmálaflokka. Meira »

Sósíalistaflokkurinn býður ekki fram

Í gær, 19:45 Sósíalistaflokkur Íslands mun ekki bjóða fram lista í komandi alþingiskosningum. Þetta var niðurstaða félagafundar flokksins sem greint er frá í tilkynningu. Meira »

Ásmundur Einar fer á móti Gunnari Braga

Í gær, 18:37 Ásmundur Einar Daðason hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann greindi frá ákvörðun sinni á aukakjördæmaþingi flokksins sem fór fram fyrr í dag. Áður hafði Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti flokksins, gefið kost á sér. Meira »

Elsa Lára stígur til hliðar í Norðvestur

Í gær, 17:40 Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að stíga til hliðar og gefa ekki kost á sér á tvöföldu kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í kjördæminu þar sem kosið verður um fimm efstu sæti á lista. Meira »
KRISTALL LJÓSAKRÓNUR
Ný sending af glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals...
Hornborð til sölu
Eikar borð til sölu ,stærð 65x65 cm. hæð,45 cm. Er í Kópavogi aðeins 3,000,- kr...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
 
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...