Brottvísun frestað í máli Haniye

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir útlendingalöggjöfina vera í stöðugri endurskoðun.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir útlendingalöggjöfina vera í stöðugri endurskoðun. mbl.is/Eggert

Brottvísun afgönsku feðginanna, Abra­him og Hanyie Maleki, verður væntanlega frestað frameftir septembermánuði. Þetta segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í samtali við mbl.is. Greint var frá því í gær að embætti rík­is­lög­reglu­stjóra hefði farið þess á leit við Útlend­inga­stofn­un að brott­vís­un yrði frestað og segir ráðherra það gert af því að málsaðilar séu að nýta sér lögbundna heimild í lögum til að óska eftir frestun.

„Nú er verið að nýta síðasta úrræðið í málinu, sem er sjálfsagt að menn nýti sér, og það er að óska eftir frestun í því augnamiði að bera málið mögulega undir dómstóla,“ segir Sigríður. „Þessari tilteknu brottvísun verður því frestað eitthvað fram eftir september til að gefa kærunefndinni kost á að skoða þetta miðað við þær upplýsingar sem ég hef fengið. Þetta er allt lögum samkvæmt og ágætt að menn fái þá færi á að skoða málið betur.“

Þarf að skýra og skerpa útlendingalöggjöfina

Greint var frá því í gær að þingflokkur Bjartrar framtíðar hyggist leggja fram frumvarp um breytingu á ítlendingalöggjöfinni sem snúi fyrst og fremst að stöðu barna og fólks í viðkvæmri stöðu.

„Ég hef alltaf sagt við þingmenn sem eru í þeirri stöðu að telja brotalöm á löggjöf að þeim sé í sjálfsvald sett að leggja fram frumvörp ef þeir telja það málinu til framdráttar, en ég hef líka boðið þeim að koma að máli við mig um breytingar á hvaða lögum sem er,“ segir Sigríður.

þær Mary 8 ára og Haniye 11 ára verða að ...
þær Mary 8 ára og Haniye 11 ára verða að óbreyttu sendar úr landi. Samsett mynd

Þetta eigi við um útlendingalöggjöfina eins og önnur lög. Löggjöfin sé nýsamþykkt en það liggi fyrir að hún hafi verið í stöðugri endurskoðun. „Menn hafa rekið sig á í framkvæmd að það þarf að skýra og skerpa á löggjöfinni og ég hef upplýst þingmenn um að sú vinna sé í gangi.“ Sigríður kveðst munu leggja fram breytingar á útlendingalöggjöfinni á næstu vikum og hún hafi hvatt menn til að koma til sín  ábendingum vegna þessa. „Hvort að ég geti fallist á þær tillögur og gert að mínum og ríkisstjórnarinnar á eftir að koma í ljós.“

Tilfinningalega erfitt fyrir marga þingmenn

Sigríður segir nokkra þingmenn hafa sett sig í samband við sig vegna máls þeirra Haniye og nígerísku stúlkunnar Mary og fjölskyldu hennar. „Ég heyri að þetta er tilfinningalega mjög erfitt fyrir marga þingmenn, en ég heyri samt líka á þeim að þeir átta sig alveg á því hvernig löggjöfin er og þeir átta sig á þeim sjónarmiðum sem þurfa að gilda hérna í stjórnsýslunni um jafnræði aðila. Þeir þingmenn sem ég hef rætt við hafa heldur ekki verið þeirrar skoðunar að það eigi að afgreiða mál einstaklinga inni á þinginu.“ Sigríður hefur sjálf tjáð sig um að hún telji ekki gæfulegt ef stjórnsýslan færist inn á borð löggjafans.

Spurð hvort hún telji ástæðu til að skerpa eitthvað á löggjöfinni út frá málum þeirra Haniye og Mary, segir Sigríður:  „Það eru alveg örugglega eitthvað sem er ástæða til að skerpa á varðandi þessi mál almennt í framtíðinni.“

Því sé hins vegar fjarri að mál eins og þessi séu afgreidd með vélrænum hætti. „Svo nefnd Dyflinarmál hafa til dæmis verið færð í efnismeðferð hér á landi og það er gert eingöngu með hliðsjón af því að um er að ræða börn eða einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Það kann að vera að það þurfi að skerpa á einhverjum skilgreiningum til að hjálpa stjórnsýslunni að geta lagt fyrr mat á stöðu manna,“ útskýrir hún.

„Við eigum líka stöðugt samtal við Útlendingastofnun og fylgjumst með hvernig kærunefndin túlkar úrskurði og ákvarðanir Útlendingastofnunar. Það verður að vera trúverðugleiki í afgreiðslu allra mála. Það er hins vegar eðlilegt að verið sé að skerpa á svo umfangsmikilli löggjöf, en það þarf að gera það eftir leiðum réttarríkisins og þá er til ýmissa sjónarhorna að líta.“

mbl.is

Innlent »

„Mér finnst þið sýna hressandi kjark“

Í gær, 22:52 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar, segir Vinstri græn sýna hressandi kjark með því að fara í stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Mér finnst þið sýna hressandi kjark sem vonandi hristir upp í þessu.“ Meira »

Skylt að veita aðgang að eldri prófum

Í gær, 22:04 Háskóla Íslands er skylt að veita nemanda skólans aðgang að eldri prófum í námskeiði við skólann, að því er fram kemur í úrskurði Úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem kveðinn var upp þann 2. nóvember en birtur var í gær. Skólinn hafði áður synjað beiðni nemandans þess efnis. Meira »

Veruleg óvissa um framhald atburðarásar

Í gær, 22:01 Ljóst er að verulegur jarðhiti er kominn upp í öskju Öræfajökuls en ekki eru nein merki að eldgos sé að hefjast. Veruleg óvissa er þó um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi, að segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Stöðufundur var haldinn um Öræfajökul á Veðurstofunni í kvöld. Meira »

Syngur í Tosca í 400. skiptið

Í gær, 21:07 Síðasta sýningin á óperunni Tosca fyrir áramót verður í Hörpu í kvöld, en það er 400. sýning Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara í hlutverki Cavaradossi málara. Kristján hefur sungið hlutverkið víða um heiminn síðan 1980. Meira »

Ógn fylgi innflutningi á fersku kjöti

Í gær, 20:37 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir ómetanlegt að á Íslandi sé minnst sýklalyfjaónæmi af löndum Evrópu, eins og árleg skýrsla Evrópsku sóttvarnarmiðstöðvarinnar sýnir. Meira »

Björn Lúkas tapaði úrslitabardaganum

Í gær, 20:12 Bardagamaðurinn Björn Lúkas Haraldsson tapaði úrslitabardaganum sínum á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA í dag. Svíinn Khaled Laallam reyndist of sterkur og fór með sigur af hólmi. Björn Lúkas fer hins vegar með silfrið heim. Þetta kemur fram á Meira »

Lambastelpa lét ekki stoppa sig

Í gær, 19:13 Þau ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar hún kom í leitirnar, eftir að hafa verið týnd í tvo og hálfan mánuð. Klóka kindin Ukulele lambastelpa er frekari en nokkru sinni fyrr og vill ei vera í fjárhúsi. Meira »

Sex fengu 100 þúsund krónur

Í gær, 19:34 Enginn miðhafi var með allar tölur réttar í Lottó þegar dregið var út kvöld og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku. Þrír miðaeigendur skiptu hins vegar með sér bónusvinningi kvöldsins og hlýtur hver um sig rúmlega 101 þúsund krónur. Meira »

Telja himin og jörð ekki að farast

Í gær, 18:33 Jarðvísindamenn voru við mælingar á Öræfajökli í dag og mældu meðal annars nýjan sigketil sem hefur myndast í öskju jökulsins síðustu daga. Ketillinn er um einn kílómetri í þvermál, en Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir það hafa komið í ljós að ketilinn sé um 15 til 20 metra djúpur. Meira »

„Þetta er algjör draumur“

Í gær, 17:40 Úthlutað var úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur eiginkonu hans við athöfn í Listasafni Íslands í dag og hlutu tveir ungir myndlistarmenn styrki, þau Fritz Hendrik Berndsen og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir. Meira »

35,11% vefsíðna komnar aftur í gagnið

Í gær, 17:29 Samkvæmt Merði Ingólfssyni, framkvæmdastjóra 1984 ehf. hefur 35,11% þeirra vefsíðna sem fyrirtækið hýsir verið komið aftur í gagnið eftir kerfishrunið sem varð á miðvikudag. Á morgun vonast hann til að hlutfallið verði komið upp í 50% og að á mánudag verði allar vefsíðurnar komnar upp. Meira »

Fresta stofnfundi nýs stéttarfélags

Í gær, 16:57 Ákveðið hefur verið að fresta stofnfundi nýs Stéttarfélags, Sambands íslenskra flugliða, sem flugfreyjur- og þjónar hjá WOW air hugðust stofna. Erla Pálsdóttir forsvarsmaður undirbúningsnefndarinnar, segir í tilkynningu sem hún sendi frá sér fyrir skömmu, þetta sé gert vegna breyttra aðstæðna. Meira »

Stella hreint ekki í orlofi

Í gær, 16:32 Heiða Rún Sigurðardóttir kom heim til að leika titilhlutverkið í glænýjum glæpaþáttum um hina úrræðagóðu Stellu Blómkvist. Hún segir hlutverkið safaríkt og kærkomna tilbreytingu frá búningadramanu Poldark. Meira »

„Staðan er brothætt“

Í gær, 15:55 „Mér finnst við ekki standa illa. Við stöndum þokkalega en staðan er brothætt,“ segir dósent við menntavísindasvið HÍ um læsi grunnskólabarna. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á ráðstefnunni Lestur er lykill að ævintýrum. Meira »

Brotist inn í íbúðarhús á Selfossi

Í gær, 14:58 Lögregla á Selfossi handtók í morgun mann sem grunaður er um innbrot. Brotist var inn í íbúðarhús á Selfossi snemma í morgun og kom húsráðandi að manninum. Meira »

Rafleiðni í Múlakvísl eykst áfram

Í gær, 16:31 Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi heldur áfram að aukast og samkvæmt nýjustu mælingum sem gerðar voru í dag mælist rafleiðnin 560 míkrómens/cm. Meira »

Óku út af á stolnum bíl

Í gær, 15:12 Tilkynnt var um útafakstur rétt austan við Bitru í nótt. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist um stolinn bíl að ræða.  Meira »

Illa brotnar en ekki í lífshættu

Í gær, 14:38 Erlendu konurnar tvær sem lentu í árekstri við snjóruðningstæki við Ketilstaði á Þjóðvegi eitt á Suðurlandi á fimmtudag eru ekki lífshættulega slasaðar. Konurnar brotnuðu þó engu að síður báðar tvær illa samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Smíðum lista í gömul hús
Smíðum lista yfir rör og því sem þarf að loka uppl í s 564 4666 eða 866 6101 sk...
Flott föt, fyrir flottar konur
Vertu þú sjálf, vertu Bella Donna Fallegur og vandaður fatnaður, frá Hollandi, ...
Vasaljós Ennisljós Luktir
Milkið úrval af höfuðljósum vasaljósum luktum og fleira. Allar rafhlöður á einum...
Einstaklingsíbúð óskast
Námsmaður utan af landi, sem einnig er í vinnu, leitar að lítilli leiguíbúð frá...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...