Bjarga fé frá drukknun á Volaseli

Björgunaraðgerðir í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu.
Björgunaraðgerðir í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu. Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarsveitin á Höfn í Hornafirði aðstoðar nú bændur á Volaseli í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu við að bjarga fé frá drukknun.

Guðfinna Benediktsdóttir,  bóndi á Volaseli, segir í samtali við mbl.is að björgunarsveitin sé þegar komin með fjórar kindur í land. „Svo eru þeir að ná í sjö í viðbót sem hægt er að bjarga. Við vitum ekki um annað,“ segir hún. Hún telur líklegt að eitthvað fé hafi þegar drukknað. „Það eru allavega horfnar tvær kindur sem ég var búin að sjá í gærkvöldi. En maður sér ekkert í vatninu, það er svo mikið myrkur yfir líka.“

Björgunaraðgerðir í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu.
Björgunaraðgerðir í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu. Ljósmynd/Landsbjörg
Björgunaraðgerðir í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu.
Björgunaraðgerðir í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu. Ljósmynd/Landsbjörg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert