Skoða hvort léttir bílar geti farið yfir

Framkvæmdir eru í fullum gangi við bráðbirgðabrú yfir Steinavötn.
Framkvæmdir eru í fullum gangi við bráðbirgðabrú yfir Steinavötn. Hreggviður Símonarson/Landhelgisgæslan

Smíði nýrrar brúar yfir Steinavötn gengur vel og vonast er til að hægt verði að hleypa á hana umferð eigi síðar en á föstudag. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi.

Í dag stendur til að álagsprófa brúna sem skemmdist í flóðunum og í framhaldi þess stendur til að meta hvort mögulegt verði að hleypa einhverri umferð léttra ökutækja yfir brúna. Það mun skýrast eftir því sem á daginn líður.

Fram kemur að veðurhorfur næstu daga séu góðar og að úrkoma sé ekki í kortunum.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert