Mæla með frekari mælingum á 2 efnum

Ákvörðun Umhverfisstofnunar um stöðvun reksturs kísilverksmiðju United Silicon stendur óbreytt ...
Ákvörðun Umhverfisstofnunar um stöðvun reksturs kísilverksmiðju United Silicon stendur óbreytt og rekstraraðila er óheimilt að endurræsa ofn verksmiðjunnar nema með skriflegri heimild frá stofnuninni að loknum fullnægjandi endurbótum og ítarlegu mati á þeim. mbl.is/RAX

Um 200 efnasambönd mældust í rannsókn norsku loftrannsóknastofnunarinnar NILU, á loftgæðum við verksmiðju United Silicon í Helguvík, en mikilla lyktaráhrifa hefur gætt frá verksmiðjunni frá því hún var gangsett í nóvember í fyrra.

Í skýrslunni, sem birt hefur verið á vef Umhverfisstofnunnar, segir að ekki sé hægt er að benda á með óyggjandi hætti á að eitthvað eitt efn valdi þeirri lykt sem komið hefur frá verksmiðjunni. NILU leggur þó til að farið verði í frekari mælingar á tveimur efnum, formaldehýði og anhýdríðum.

Skýrslan lýsir mælingum sem gerðar voru inn í og við verksmiðjuna sjálfa en einnig inn í íbúðarhverfi í Reykjanesbæ og var NILU fengin til að skipuleggja mælingar og greina sýni í kjölfar þeirra.

Fáar ábendingar bárust dagana sem sýnum var safnað

Í frétt Umhverfisstofnunnar á vef sínum um málið, segir að mælingunum megi skipta í þrjá hluta og hafi fyrsti hlutinn innihaldið sýni sem tekin voru í íbúabyggð Reykjanesbæjar. Þeim sýnum hafi verið safnað yfir 10 daga tímabil og því gefi niðurstaðan meðalinnihald efnanna fyrir allt tímabilið. Styrkur efnis kunni því að hafa verið hár í stuttan tíma en lægri á öðrum tímum.

Í skýrslunni kemur fram að engin efnasambönd séu í óvenjulega háum styrk fyrir íbúabyggð. „Umhverfisstofnun bendir á að á þessum dögum sem sýninu var safnað bárust fremur fáar ábendingar hvern dag sem bendir til þess að þá daga hafi ekki gætt verulegra lyktaráhrifa,“ segir í fréttinni.

Annar hlutinn innihélt skammtímasýni sem tekin voru daglega í 12 daga frá endurgangsetningu verksmiðjunnar. „Sýnin voru tekin efst í síuhúsi þar sem áætlað er að mesti styrkur sé í útblæstri verksmiðjunnar. NILU dregur þá almennu ályktun á grunni þessara 12 sýna að engin skaðleg efni hafi fundist í sýnunum í þeim styrk að þau gætu haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða.“

Vísbendingar um formaldehýð sem ekki var mælt

Ákveðnar vísbendingar hafi hinsvegar verið um að formaldehýð, sem ekki var mælt, gæti verið til staðar í útblæstri frá verksmiðjunni. Formaldehýð er mjög rokgjarnt lífrænt efnasamband sem ekki sé hægt að mæla með þeirri tegund mælitækja sem NILU notaði.

„Þann 15. ágúst stóð Umhverfisstofnun því fyrir mælingu á formaldehýði í íbúabyggð og í útblæstri verksmiðjunnar. Mældist efnið þá við greiningarmörk í útblæstri en fannst ekki í íbúabyggð. NILU leggur til að  frekari mælingar á formaldehýði fari fram.“  

Þriðji hluti mælinganna innihélt sýni sem tekin voru í ofnhúsi, inni í síuhúsi og utan á rjáfri síuhúss. „NILU dregur sömu ályktun á grundvelli þessara sýna að engin skaðleg efni hafi fundist í sýnunum í þeim styrk að þau gætu haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. Talsvert fannst þó af lífrænu anhýdríði í síuhúsi sem getur valdið lykt og tímabundinni ertingu í öndunarvegi og augum. Anhýdríð eru erfið í mælingu og því er ekki komin fullvissa um styrk þeirra. NILU leggur jafnframt til að gerðar verði frekari mælingar á þessu efni.“

Ákvörðun Umhverfisstofnunar um stöðvun reksturs Sameinaðs Sílikons hf. standi því óbreytt og rekstraraðila sé því óheimilt að endurræsa ofn verksmiðjunnar nema með skriflegri heimild frá stofnuninni að loknum fullnægjandi endurbótum og ítarlegu mati á þeim.

mbl.is

Innlent »

Mörg dæmi um kynferðisofbeldi í íþróttum

20:21 Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta, segir fjölmörg dæmi um kynferðisofbeldi og kynferðislega áreitni innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Frá þessu greindi hún í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2. Meira »

Ekki hægt að bóka borð og mæta ekki

18:42 Fjölmargir veitingastaðir hafa tekið upp bókunarkerfi fyrir borðapantanir að erlendri fyrirmynd. Þegar gestir panta borð fá þeir send skilaboð sem innihalda hlekk og þar þurfa þeir að skrá greiðslukortanúmer. Ef gestirnir mæta ekki án þess að hafa afbókað borðið innan sólarhrings fá þeir rukkun. Meira »

Frítt að pissa í Hörpu

15:18 Ekki er lengur tekið gjald fyrir aðgang að salernum í Hörpu. Þetta staðfestir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, í samtali við mbl.is. Byrjað var að rukka fyrir klósettferðir 19. júní síðastliðinn og þótti mörgum ansi vel í lagt að greiða 300 krónur fyrir. Meira »

Varahlutirnir stóðust ekki gæðakröfur

14:34 Varahlutirnir sem nota átti í Herjólf stóðust ekki kröfur flokkunarfélags Herjólfs, DNV-GL í Noregi, og því þarf að endursmíða varahlutina frá grunni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskipafélaginu, sem segir dapurlegt að skuldinni af seinkuninni sé alfarið skellt á Eimskip. Meira »

Ernir flýgur aftur á Sauðárkrók

13:27 Flugfélagið Ernir tilkynnti á facebooksíðu sinni í gær að það ætlaði að hefja flug á ný milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. „Fyrir áeggjan ýmissa aðila tókum við áskorun um að gera sex mánaða tilraun í vetur,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis. Meira »

Tveir milljarðar í „köld svæði“

12:58 Flugvélaeldsneyti á að kosta það sama um allt land til að tryggja að flugfélög geti flogið beint á flugvelli hvert sem er á landinu. Þetta var meðal þess sem Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra kynnti á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í kosningamiðstöð flokksins undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Viðreisn sýnir spilin

12:26 Meðalheimili gæti sparað um 150 þúsund krónur á mánuði ef vaxtaskilyrði og matvælaverð væri samanburðarhæft við það sem gerist á Norðurlöndum. Þetta kom fram í máli Þorsteins Víglundssonar velferðarráðherra á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í dag undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Heilsuprótein vígir verksmiðju í Skagafirði

12:40 Mikil mannfjöldi mætti á opnun verksmiðju Heilsupróteins á Sauðarkróki í gær. Heilsuprótein er samstarfsverkefni Mjólk­ur­sam­sölunnar og Kaup­fé­lag Skag­f­irðinga, en fyrirtækinu er ætlað að fram­leiða verðmæt­ar afurðir úr mysu sem áður hef­ur verið fargað. Meira »

Stóð á miðjum vegi er ekið var á hann

11:52 Ferðamaðurinn, sem lést er á hann var ekið á þjóðvegi 1 á Sólheimasandi í september í fyrra stóð á miðjum veginum og sneri baki í bílinn sem ekið var vestur Suðurlandsveg. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að maðurinn hafi ekki gætt að sér og verið dökkklæddur og án endurskinsmerkja. Meira »

Hótaði sjómönnum ekki lagasetningu

10:49 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, spurði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi hvort rétt væri að hún hefði hótað að setja lög á sjómannaverkfallið aðfaranótt laugardagsins sem verkfallið leystist. Meira »

„Krónan búin að vera dýrt spaug“

10:25 „Forgangsmálið hjá okkur í þessum kosningum er krónan og þar nær maður strax til fólksins,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun. „Það er orðið langþreytt á henni.“ Meira »

Lögbrot að aka aflmeiri bifhjólum á stígum

09:45 Séu breytingar gerðar á bifhjóli í flokki I þannig að afl þess og hámarkshraði fari upp fyrir 25 km/klst, þá færist það upp í þann flokk bifhjóla sem afl þess og mögulegur hámarkshraði tilheyrir og þá þarf m.a. ökuréttindi og viðeigandi tryggingar. Þetta segir Einar M. Magnússon hjá Samgöngustofu. Meira »

„Ég greiddi frelsið með æskunni“

09:00 „Kannski hef ég misst svo mikið að ég er ekki hrædd við að missa lífið. Ég er 22 ára og þetta eru stór orð fyrir unga stúlku,“ segir hin norsk-íraski aðgerðasinninn Faten Mahdi Al-Hussaini. Hún kveðst ekki vera ekki höfuðslæðan sem hún ber, heldur góð stelpa, vel gefin, ljóshærð, skemmtileg og sterk. Meira »

Vona að fólk fái hlýtt í hjartað

08:00 Nýir þættir Sigríðar Halldórsdóttur, Ævi, sem fjalla um mannsævina frá vöggu til grafar, hefja göngu sína á RÚV um helgina. „Þetta er risastórt umfjöllunarefni, ég veit ekki alveg hvers konar mikilmennskubrjálæði þetta er að taka fyrir lífið allt,“ segir Sigríður. Meira »

Stakk af frá umferðaróhappi

07:20 Ökumaður stakk af frá umferðaróhappi á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar á fjórða tímanum í nótt. Þá ók lögregla utan í bíl ökumanns sem neitaði að virða beiðni hennar um að stöðva bílinn. Meira »

Hvöss austanátt með kvöldinu

08:54 Hvessa fer af austri þegar líður á daginn. Þessu fylgir rigning eða súld á köflum sunnan- og austantil á landinu, en annars verður víða þurrt. Hiti að deginum 3 til 10 stig og sums staðar vægt frost inn til landsins í fyrstu og ættu vegfarendur að vera á varðbergi gagnvart hálku frameftir morgnum. Meira »

Hvaða flokkur speglar þínar skoðanir?

07:51 Ert þú óviss um hvað þú eigir að kjósa en veist að þú vilt sjá verðtrygg­ing­una fara veg allr­ar ver­ald­ar? Eða viltu kasta krón­unni? Kaupa áfengi í mat­vöru­versl­un­um? Hvernig ríma þær skoðanir þínar við af­stöðu stjórn­mála­flokk­anna? Meira »

Hækkuðu um 82% í verði

07:00 Reykjavíkurborg keypti í byrjun hausts 24 íbúðir á Grensásvegi 12 fyrir 785 milljónir króna. Seljandi keypti sama verkefni af fyrri eiganda í maí 2015 og var kaupverðið þá 432,5 milljónir. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Allt þetta fólk Þormóðsslysið 18.2. 1943
Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson tók saman. Þormóðsslysið 18. febrúar 1943 var óg...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
 
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...
Uppboð á ökutökjum
Uppboð
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Haf...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...