Getur ekki ímyndað sér hvernig þeim líður

Sobo Anw­ar Has­an, Leo Nasr Mohammed og Nasr Mohammed Rahim.
Sobo Anw­ar Has­an, Leo Nasr Mohammed og Nasr Mohammed Rahim. mbl.is/Árni Sæberg

„Ástandið var slæmt fyrir og maður getur ekki ímyndað sér hvernig það er núna. Þetta er ömurlegt, þetta er hryllingur,“ segir Sema Erla Ser­d­ar, formaður Solar­is – hjálp­ar­sam­taka fyr­ir hæl­is­leit­end­ur og flótta­fólk á Íslandi.

Hjónin Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an voru flutt úr landi snemma á fimmtudagsmorgun, ásamt Leo, 18 mánaða syni sín­um. Þau voru send með flugi til Frankfurt og nú dvelja þau hjá kunningja Nasr en þau komu sér hjá því að vera send í stórar flóttamannabúðir.

„Þau voru í haldi yfirvalda í Þýskalandi í töluverðan tíma eftir að þeim var flogið út. Þaðan átti að vísa þeim í flóttamannabúðir,“ segir Sema en hún telur líklegra en ekki að fólkinu verði vísað til Íran eða Írak frá Þýskalandi. Þau líta á sig sem Kúrda en Nasr er með ír­askt rík­is­fang og Sobo með ír­anskt. Leo er hins­ veg­ar fædd­ur á flótta og því rík­is­fangs­laus.

Nasr sagði í viðtali við mbl.is í október að honum hafi borist líflátshótanir og því óttist fjölskyldan að snúa aftur til heimalanda sinna.

Getur ekki ímyndað sér hvernig þeim líður

„Maður getur ekki ímyndað sér hvernig þeim líður. Þau fóru strax í felur og við vissum að þetta yrði svona. Við vorum búin að reyna að segja yfirvöldum að þetta myndi gerast,“ segir Sema. Hún hefur ekki heyrt í Nasr eða Sobo í dag en heyrði lítillega í þeim í gær.

Hún segir að það hafi verið að vinna í máli fjölskyldunnar þegar henni var vísað brott héðan. Sema bendir á að íslensk yfirvöld hafi ekki fengið staðfestingu á því að þýsk yfirvöld myndu ekki vísa þeim áfram úr landi. 

Reglur brotnar

Þegar Dyflinnarreglugerðin er notuð þarf að senda viðtökuríkinu beiðni um að taka á móti fólkinu, sem þau síðan samþykkja. Þýsk yfirvöld samþykktu það ekki innan gefins tímaramma og það var eins og þögninni væri tekið sem samþykki,“ segir Sema og bætir við að reglan um „non-refou­lement“ hafi mögulega verið brotin.

Samkvæmt henni á ekki að vísa á fólki á brott þangað sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu. „Það var ekki gert og þarna er verið að brjóta alþjóðlega samninga. Þetta er ein af þessum grundvallarreglum. Slík mál hafa endað fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og ríki hafa verið dæmd sek. Við förum með þetta eins langt og hægt er.“

Konan handjárnuð og fékk taugaáfall

Sema telur að reglur hafi verið brotnar í fluginu þar sem flogið var með þau úr landi á fimmtudagsmorgun en það var í almennu farþegaflugi til Frankfurt. „Hún var í handjárnum alla ferðina og þau sátu ekki saman. Þau voru inni í vélinni þegar aðrir farþegar koma inn og þegar vélin er í þann mund að leggja af stað held ég að hún fái taugaáfall,“ segir Sema og bætir við að Sobo hafi grátið og algjörlega farið úr jafnvægi.

„Við vissum að þetta myndi gerast og því var reynt að koma í veg fyrir að þau færu í þessa vél. Það var alveg hætta á því að allt myndi fara til helvítis og það gerði það. Allt í einu snarþagnaði hún en við vitum ekki hvernig stendur á því. Hún var meðal annars handjárnuð í ferðinni og fjölskyldan aðskilin og það ætti að stangast á við allar verklagsreglur sem stoðdeild lögreglustjóra og Útlendingastofnun vinna eftir.

mbl.is

Innlent »

Andlát: Jón Hjaltason

05:30 Jón Hjaltason, hæstaréttarlögmaður í Vestmannaeyjum, lést í Sóltúni í Reykjavík 8. desember síðastliðinn, 93 ára að aldri.  Meira »

Andlát: Axel Gíslason forstjóri

05:30 Axel Gíslason, fyrrverandi, forstjóri Vátryggingafélags Íslands – VÍS, lést síðastliðinn laugardag á hjúkrunarheimilinu Ísafold. Hann var 72 ára að aldri. Meira »

Aukinn hegðunarvandi í skólum

05:30 Starfsumhverfi kennara er í mörgum grunnskólum talið ófullnægjandi. Þetta er ein niðurstaða samantektar samstarfsnefndar sveitarfélaga og grunnskólakennara sem kannaði starfsumhverfi kennara og vinnumat í skólum. Meira »

Engin merki sjást um eldgos

05:30 Eldfjallafræðingur segir engin merki um eldgos í Skjaldbreið þótt þar gangi nú jarðskjálftahrina yfir. Meira þurfi til að koma til að menn fari að búa sig undir slíkt. Meira »

Gefa út fiskeldisleyfi á næstunni

05:30 Á annan tug umsókna um starfs- og rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi er í vinnslu hjá Matvælastofnun og Umhverfisstofnun.  Meira »

Áhyggjur í Grafarvogi af innbrotum

05:30 „Þetta var mjög vel heppnaður og góður fundur. Það var gott að eiga samtal við fulltrúa frá lögreglunni í nærumhverfi,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, um fund sem félagið stóð fyrir á laugardag. Meira »

Stjórnarandstaðan svarar í dag

05:30 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hittast væntanlega á fundi í dag til að taka afstöðu til boðs ríkisstjórnarflokkanna um að stýra þremur fastanefndum Alþingis og þremur alþjóðanefndum og tilnefna fólk í ákveðin embætti varaformanna. Meira »

Góði hirðirinn sprunginn

05:30 Aldrei hefur meiri úrgangur borist inn á endurvinnslustöðvar Sorpu en nú í ár. Þykir þetta magn til marks um aukið góðæri í þjóðfélaginu og slær meira að segja út hið alræmda ár 2007. Meira »

Verkfall hefur ekki áhrif hjá WOW air

05:30 Kjarasamningar Flugvirkjafélags Íslands við WOWair runnu út í október. Óskar Einarsson formaður segir að viðræður standi yfir og ekkert bendi til annars en að þær leiði til samninga. Meira »

Hlýnar í veðri

Í gær, 23:01 Eftir nokkra jökulkalda daga á landinu er nú von á að það taki að hlýna í veðri.   Meira »

„Crossfit bjargaði lífi mínu“

Í gær, 21:06 Fjórir dagar eru í settan dag hjá dr. Önnu Huldu Ólafsdóttur, lektor við verkfræðideild HÍ, og afrekskonu í crossfit. Það stoppar hana hins vegar ekki í því að gera upphífingar, ketilbjöllusveiflur og hnébeygjur með lóðum. Hún hefur deilt myndböndum af æfingunum og fengið góð viðbrögð, langoftast. Meira »

„Þarna er ég að skjóta Rússa“

Í gær, 19:48 „Þarna er ég að skjóta Rússa, þetta voru stríðsárin,“ segir Þórarinn „Póri“ Jónasson um teikningu sem prýðir forsíðu bókarinnar: Póri skoðar heiminn sem Jónas Sveinsson faðir hans skrifaði um miðja síðustu öld. Handritið fannst fyrir um 20 árum og er nú orðið að bók. Meira »

Tafðist í fjóra tíma í Frankfurt

Í gær, 19:08 Þrjár flugvélar Icelandair hafa tekið á loft eftir að hafa setið fastar á flugvöllum í Evrópu vegna ísingar. Á flugvellinum í Frankfurt voru miklar tafir og sat flugvél Icelandair föst í fjóra tíma. Meira »

Ætlaði að hjálpa en var stunginn

Í gær, 18:56 Klevis Sula, sem lést af áverkum sem hann hlaut í hnífstunguárás á Austurvelli, hafði ætlað að rétta árásarmanninum hjálparhönd. Sá hafi hins vegar ráðist á Kelvis að tilefnislausu. Meira »

Leiðir til að lyfta fólki upp úr fátækt

Í gær, 18:04 „Það er afar brýnt að bæta kjör og auka lífsgæði okkar fólks. Skerðingar, krónu á móti krónu, verður að afnema strax og það er margt fleira sem við leggjum áherslu á að verði að veruleika í fjárlagavinnu Alþingis,“ segir formaður Öryrkjabandalagsins. Meira »

NASA gerði undanþágu vegna Öræfajökuls

Í gær, 19:04 Sigketillinn í Öræfajökli hefur víkkað og sprungumynstrið er orðið greinilegra eins og sjá má á nýjum gervitunglamyndum af jöklinum. NASA hefur gert sérstaka undanþágu og myndað jökulinn utan úr geimnum við aðstæður sem yfirleitt er ekki myndað í. Meira »

„Höfum öll okkar hlutverki að gegna“

Í gær, 18:11 „Við vorum fulltrúar þeirra þúsunda sem hafa tjáð sig og það er heiður að hafa fengið að standa á sviðinu með þessum konum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Meira »

Hlegið og grátið í Borgarleikhúsinu

Í gær, 17:33 Halldóra Geirharðsdóttir endaði upplestur sinn á frásögn konu sem var áreitt af samstarfsmanni nú um helgina á viðburði fyrirtækisins. Frásagnir kvenna af áreitni, misrétti og ofbeldi voru lesnar upp í Borgarleikhúsinu í dag. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Pels
Til sölu Pels nr. 38 Frekari upplýsingar í síma: 8935005 ...
Hillusamstæða
Hillusamstæða 28 ára gömul hillusamstæða til sölu, var keypti í Heimilisprýði á...
Húsgögn o.fl.
Húsgögn, silfur borðbúnaður, , styttur, postulín B&G borð-búnaður, jóla- og mæðr...
Í jólapakka golfarans
Lagerhreinsun - hentug viðbót í jólapakkann Síðustu eintökin af Vasapésunum á s...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhaldsuppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...