Leita aftur á fimmtudag eða föstudag

Björgunarsveitir leituðu strandlengjuna við Dyrhólaey á Þorláksmessu og aðfangadag.
Björgunarsveitir leituðu strandlengjuna við Dyrhólaey á Þorláksmessu og aðfangadag. Mbl.is/Jónas Erlendsson

Leit að Rima Grundskyté Feliksasdóttir, sem talin er hafa fallið í sjóinn við Dyrhólaey, verður ekki framhaldið í dag, en athugað verður með leit á fimmtudaginn eða föstudaginn.Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við mbl.is.

Leitað var að Rima bæði á Þorláksmessu og aðfangadag án árangurs, en ekkert hafði spurst til hennar síðan á föstudagskvöldið.

Sveinn segir að engin formleg leit verði í dag, en það verði endurmetið í kvöld. Segir hann að lögreglan horfi til þess að leita strandlengjuna aftur eins og gert var fyrir jól og á hann von á því að það verði annað hvort á fimmtudaginn eða föstudaginn.

Rima er er­lend­ur rík­is­borg­ari en hef­ur verið bú­sett hér á landi í mörg ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert