Ákærður fyrir ósiðlegt athæfi við sólbaðsstofu

Embætti héraðssaksóknara ákærir í málinu.
Embætti héraðssaksóknara ákærir í málinu. mbl.is/Hjörtur

Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir kynferðisbrot með því að hafa síðasta sumar, fyrir utan sólbaðsstofu í Reykjavík, berað sig og handleikið kynfæri sín. Gerði maðurinn þetta í viðurvist konu sem var starfsmaður sólbaðsstofunnar.

Í ákæru málsins kemur fram að hann hafi með þessu sýnt af sér ósiðlegt og lostugt ahæfi sem hafi verið til þess fallið að særa blygðunarsemi hennar.

Telst athæfið varða 209. Grein almennra hegningarlaga, en þar kemur fram að hver sem „með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis skal sæta fangelsi allt að 4 árum, en [fangelsi allt að 6 mánuðum] 1) eða sektum ef brot er smávægilegt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert