Allir velkomnir í Janssen í dag

Þetta er seinni bólusetningardagurinn í þessari viku og fer bólusetning …
Þetta er seinni bólusetningardagurinn í þessari viku og fer bólusetning fram milli klukkan 10 og 13. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bólusetning heldur áfram í Laugardalshöll í dag. Bóluefni frá Janssen er á boðstólnum og eru „all­ir vel­komn­ir sem vilja ná sér í Jans­sen-bólu­setn­ingu,“ að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, fram­kvæmda­stjóra hjúkr­un­ar hjá Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins. 

Þetta er seinni bólusetningadagurinn í þessari viku og fer bólusetning fram milli klukkan 10 og 13.  

Þeir sem fengu fyrsta skammt af AstraZeneca en eiga enn eft­ir að fá seinni skammt geta mætt þriðjudaginn 13. júlí í Pfizer eða miðvikudaginn 14. júlí í AstraZeneca. Eft­ir það verður skellt í lás í Laug­ar­dals­höll og við tek­ur sum­ar­frí starfs­fólks. 

Bólusetningar hefjast að nýju um miðjan ágúst en verða þá með breyttu sniði sem verður kynnt nánar síðar, að því er segir á heimasíðu heilsugæslunnar.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um covid.is frá 2. júlí hafa 262.051 íbú­ar lands­ins 16 ára og eldri fengið bólu­efni. 75,8% eru full­bólu­sett­ og 12,9% hafa fengið fyrri skammt. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert